Marsibil eða Óskar hér um bil

 

 

     

                          Heilindi Sjálfstæðismanna

 

Enn og aftur fer Framsóknarflokkurinn án fata í samstarf við Sjálfstæðismenn,þvert ofan í það sem þeir höfðu sagt eftir að slitnaði upp úr svo kölluðum Tjarnarkvarett.Þá komu menn fram og sögðust vera búnir að bindast órjúfanlegu bandalagi um að standa saman gegn þeim skrípaleik sem Sjálfstæðismenn frömdu nú í janúar.Hvar er Óskar nú ? jú kominn undir sæng hjá Hönnu Birnu.Þannig birtist nú öll heilindi Óskars í því bandalagi.

Að segja eitt og meina annað er orðin lenska í íslenskri pólitík.Fólki finnst orðið allt í lagi þó menn fari á bak orða sinna.En sá aðili sem stendur upp úr í þessum gjörningi er Masibil hún talar um það í fréttablaðinu í dag að hún hafi ekki treyst sér til að girða upp um Sjálfstæðismenn eftir þá rigulreið og óheilindi sem hér hefur ríkt nánast allt þetta kjörtímabil og ber Sjálfstæðisflokkurinn þar mesta ábyrgð.

Aumkunarvert var að hlusta á Illuga Gunnarsson lýsa því í kastljósi hvað hefðu verið mikil heilindi í samstarfinu við Ólaf. Ég ber virðingu fyrir Illuga hann hefur virkað nokkuð heill í sínum málflutningi en þarna féll í þá gryfju að verja klúðrið í borginni.

Nú erum við með fjóra borgarstjóra á launum og ekki allt búið enn.Það fólk sem ber ábyrgð á því ástandi sem rýkt hefur nú á þessu tímabili á að sjá sóma sinn í því að stíga til hliðar og hleypa nýju fólki að. Ég trúi því ekki að fólk komi til með að kjósa þetta fólk aftur.Þá er kominn tími til að losa sig við stærsta graftarkíli í Íslenskri pólitík sem sagt Framsóknarflokkinn    

 

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Dapurt er það Gretar, ,maúr er hættur að vita hvort maður á að hlæja eða gráta. Þetta er hörmungarástand og það er engin sem segir satt, þau ljúga öll, eins og virðist tíðkast í stjórnmálum í dag.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 15.8.2008 kl. 20:52

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Veistu...ég er hætt að fylgjast með þessum fíflalátum.

Það eina sem ég hef um málið að segja, að mér hefur fundist illa farið með Ólaf. Hann er hafður að háði og spotti, lítið gert úr honum á alla lund. Ég sé ekki að hann hafi verið nokkuð verri en hin fíflin...og hana nú. 

ES: Taka skal fram að Ólafur er ekki minn maður í pólitík, hann á stuðning minn samt sem áður.

Rúna Guðfinnsdóttir, 16.8.2008 kl. 12:00

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála þér Pétur . kv .

P,S bið að heilsa Sævari og litlu systur , hitti þau á þjóðhátíðinni .

Georg Eiður Arnarson, 16.8.2008 kl. 23:39

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Grétar Pétur.

Ég held að enginn af núverandi kjörnum borgarfulltrúum í Reykjavík, sem allir hafa þvælst fram og til baka við stjórn og úr stjórn sitt á hvað, teljist trúverðugir í raun.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.8.2008 kl. 02:06

5 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Ég er sammála því að Illuga setti niður við þetta þvaður um heilindi. Hef hingað til haft nokkrar mætur á honum, þrátt fyrir frjálshyggjutóninn í honum.

Heimir Eyvindarson, 20.8.2008 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband