Afsögn Sigursteins kom á óvart

 

 

                                     

                                  Ö.B.Í á krossgötum

 

Það kom mér eins og fleirum mjög á óvart þegar ljóst var að Sigursteinn ásamt framkvæmdarstjóranum hefðu sagt upp störfum. Fyrir þá sem ekki þekkja er ÖBÍ regnhlífarsamtök 30 félaga og á hvert félag einn fulltrúa í stjórn bandalagsins.

Undirritaður hafði miklar væntingar til Sigursteins sem hann hefur fyllilega staðið undir.Hann boðaði ákveðnar breytingar stax í upphafi sem meðal annars lutu að því að fara ofan í saumana á  málefnum íbúa í Hátúni 10 sem sannarlega var ekki vanþörf á

En nú virðist þær ekki hafa fengið þann hljómgrunn sem hann sóttist eftir þó að hann hafi náð að breyta ýmsu til batnaðar fyrir íbúana. Það hafði til að mynda aldrei verið haldnir húsfundir með fólkinu og annað í þeim dúr.

En það eru önnur og mjög mikilvæg mál sem ÖBÍ er að vinna að sem varða hagsmuni öryrkja svo sem nýtt örorkumat sem mikil vinna hefur farið í og var Sigursteinn þar í fararbroti, stórátak í húsnæðismálum geðfatlaðra Einnig var nýbúið að skipa hann í nefnd sem á að endurskoða tryggingakerfið svo fátt eitt sé upptalið

Það er dapurlegt til þess að hugsa að það skuli ekki rýkja meiri einurð í stjórn ÖBÍ þar sem allir eiga að vera að vinna að sama markmiðinu. Einnig hlýtur maður að setja spurningarmerki við það hvort þeir fulltrúar sem kjörnir eru af aðildarfélögunum í stjórn bandalagsins hafi verið búnir að leggja þetta fyrir sína félagsmenn, þeir sækja jú sitt umboð til þeirra og eiga að endurspeigla þeirra afstöðu en ekki einungis þeirra eigin skoðun

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Nú er ég sammála þér Grétar Pétur. Ég hafði líka svo sannlega trú á Sigursteini, en svo bregðast krosstré sem önnur??!!!! Ekki kannski það að hann hafi brugðist...en?!   Þegar maður hefur hagsmuna að gæta þá sér maður margt óréttlætið í henni veröld og vildi að svo margt færi betur en það gerir, en ein manneskja er svo lítilsmegnug.

Annars bestu kveðjur í bæinn.

Rúna Guðfinnsdóttir, 15.1.2008 kl. 17:25

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Grétar Pétur, og Gleðilegt nýtt ár með kærri þökk fyrir það gamla.

Ég er innilega sammála þér í þessum pistli. Mér þykir miður að Sigursteinn sem ég hef talið vera að gera góða hluti sé horfinn á brott.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.1.2008 kl. 02:35

3 Smámynd: Ísdrottningin

Sigursteinn er baráttumaður og skeleggur mjög, við sjáum á bak honum með miklum söknuði og spyrjum agndofa: Hvað tekur við?

Ísdrottningin, 17.1.2008 kl. 19:42

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll félagi Grétar. Takk fyrir þennan pistil þinn. Ég tek undir við þig og verð að segja að ég varð alveg höggdofa yfir þessum fréttum. Þau buðu af sér mikinn þokka bæði Sigursteinn og Hafdís Gísladóttir framkvæmdastjóri sem kom eins og við vitum inn við erfiðar aðstæður. Bæði voru þau afspyrnu dugleg og athafnasöm þar sem ég sá til og hef ekki heyrt annað. Það er nú bara þannig að þeir sem leggja sig allan í störfin þurfa þéttan stuðning og ef hann er að fjara út þá á að tjá viðkomandi það sjálfum en ekki gera út um mál á opinberum vettvangi fyrst. Það er bara vatn á myllu andstæðinganna. kveðja til þin Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 26.1.2008 kl. 10:39

5 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir þennan pistil Grétar. Ég hafði líka miklar væntingar til Sigursteins. Ég skil ekki alveg hvað og hvernig hlutirnir eru að þróast og vænti þess að þú munir gera mér betri grein fyrir þeim sem allra fyrst. Vonast til að við sjáumst sem fyrst. Já og gleðilegt ár. Takk fyrir það liðna.

Jón Magnússon, 26.1.2008 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband