Fyrir hverja eru ávextir frelsisins ?

                                       

 

                                             Látum alla njóta ávaxtana      

                           

Ragnar Halldórsson kvikmyndagerðamaður skrifar grein í fréttablaðið 19-03-2007  á bls 17 sem ber yfirskriftina ávextir frelsisins gætu hætt að vaxa Þar dásamar hann Sjálfstæðisflokkinn og varar við breytingum

Þar segir hann meðal annars og það sem hann kallar vinstri veruleiki sé yndislegur fyrir þá sem elski að vinna fyrir ríkið og hafa aðra undir hæl sínum , nú veit ég ekki til þess að  þeir sem vinna á ríkisstofnunum séu ofsælir af sýnum launum mest af því fólki sem vinnur fyrir ríkið í dag er með lág laun þannig að ég skil ekki alveg hvað hann er að fara með þessu þetta fólk er búið að vera undir hælnum á núverandi ríkisstjórn í tólf ár og á vart til hnífs og skeiðar nema að vinna umtalsverða yfirvinnu

Að sjálfsögðu eru þeir til sem eru með ágæt  laun innann ríkisins t.d sendiherrar forstjórar ríkistofnanna ,ráðuneytisstjórar svo dæmi sé tekið.Það hefur allgjörlega farið fram hjá mér ef fólkið sem starfar við ummönnun á spítölum og öðrum ríkistofnunum teljist í dag til  hátekjufólks. Síðan telur  hann andstæðu alls þessa vera frelsið sem við þekkjum svo vel sem alltaf sé verið að bæta.

Ég spyr bæta fyrir hverja fáa útvalda ? eða eru allir að njóta góðs af þessu frelsi sem hann dásamar svo í grein sinni .Hann telur  Sjálfstæðisflokkinn í dag eina stjórnmálaflokkinn á Íslandi sem berjist fyrir frelsi og skilji hvað það sé brothætt og fatti skyldleika frelsisinsog hófsemdar  frelsis og sjálfsaga og virðingu fyrir sjálfum sér.

Allt annað telur hann ófrelsi og það muni koma í tísku að hækka skatta ofsóknir og innrásir í fyrirtæki og jafnvel heimili muni lýta dagsins ljós.

Bíddu hverjir réðust inn í eitt stærsta fyrirtæki landsins og eru enn að reyna að knésetja þá menn.Þetta er lengsta og dýrasta leikrit sem hefur verið sett á svið gegn nokkru fyrirtæki hér í þessu landi nú í seinni tíð Og hver borgar sýninguna það er hinn almenni launamaður í þessu landi en það er ekki þar með sagt að við njótum sýningarinnar það held ég að megin þorri þjóðarinnar sé mér sammála um. 

Það er margoft búið að vísa stærstum hluta ákæruliða frá og öll meðferð þessa máls mun ekki verða til eftirbreytni í framtýðinni.Það skildi þó ekki hafa verið frelsishetjurnar með ávextina sem áttu þarna hlut að máli .

Ávextir frelsisins hafa sannarlega vaxið í tíð þessarar ríkistjórnar en þeim hefur ekki verið útdeilt til allra þeim er misskipt  það hafa bara fáir útvaldir fengið að smakka á þessum frelsisávöxtum og þeir sitja einir að ávaxtakörfunni. Á meðan þurfum við hin að gera  húndasúrur okkur að góðu.


Á að hleypa öryrkjum og eldriborgurum yfir girðingarnar

                                                 

 

                                                Lifum við á prósentum

 

 

Þessi endalausa umræða um það með hvaða hætti hægt sé að bæta kjör öryrkja og aldraða er ekki ný af nálinni og virðist endalaust hægt að þrefa um það hvað sé best að gera fyrir þessa hópa.

Hannes Hólmsteinn geysist fram á ritvöllin og skrifar margar greinar um það hvað bætur hafa hækkað meira hjá þessum hópi en annara launamanna í landinu í PRÓSENTUM talið vel á minnst.

Það er hægt að færa fyrir því gild rök um að þetta gæti verið rétt hjá Hannesi, í sumum tilfellum, alveg eins og það er hægt að færa fyrir því gild rök að maður sem á 10.000 krónur og ávaxtar þær um 30% á ári á orðið 13.þúsund og hefur grætt um þrjúþúnd krónur. Sá sem á milljón og hækkar um 25% á orðið 1,250,000 og hefur grætt 250.000 sem sagt hækkað um 247.000 krónum meira en sá sem fékk 3,000 krónurnar. Samt hefur sá sem fékk 3,000 krónunar ávaxtað sitt pund 5% meira en hinn. Þetta er Hannes alltaf að þvæla um við lifum á krónum og aurum en ekki prósentum.

Það er alveg klárt ef við ætlum að sporna við þessari þróun þá þarf að slaka á þessum skerðingum og fella þessar girðingar niður. Öryrkjar og eldriborgarar eru hópar sem stöðugt er að fjölga í og til að koma í veg fyrir það að þessir hópar dagi uppi í þessu allt of flókna  bótakerfi sem bráðliggur á að endurskoða í heild sinn því það skilja afskaplega fáir hverning það virkar frá A til Ö.Við verðum að gefa fólki miklu meira svigrúm til að vinna sér inn tekjur án þessara refsinga sem nú eru viðhafðar. Þetta er einu hóparnir í landinu sem búa við þetta ofríki.

Mér brá þegar ég ég skoðaði tölur um notkun þunglyndislyfja hjá öryrkjum það eru 52% öryrkja sem nota þunglyndislyf.Það er ekki vegna þess að þunglyndissjúklingar séu 52% af öryrkjum í þessu landi. Þetta er vegna þess að þetta fólk upplifir höfnun í æríkara mæli.  Þeim er nánast allar bjargir bannaðar þegar kemur að því að reyna að bjarga sér endalausar skerðingar sem er fínna orðið yfir refsingar  

Það hefur komið  í ljós í könnun Stefáns Ólafssonar sem allir eru sammála um nú að atvinnuþáttaka 'Islendinga allmennt er hvergi meiri í OECD löndunum um 90% en þegar atvinnuþáttaka öryrkja er skoðuð sérstaklega er hún aðeins 29% hér á landi og þá snýst þetta við ,við erum í fallsæti ástæðan blasir við  öllum sem vilja hana sjá Skerðingar og aftur skerðingar

Frjálslyndi flokkurinn er með skýra stefnu þegar kemur að þessum málaflokki, lámarksbætur og lámarkslaun verði 150.000 pr mán öryrkjar og eldri borgarar megi hafa allt að einni miljón án skerðinga á ári.

Frjálslyndi flokkurinn setur það sem skýlausa kröfu að skerðing vegna launa maka verði lögð niður enda tel ég þetta mannréttindabrot við erum eini hópurinn í landinu sem er refsað með þessum hætti Það er dæmalaust að þurfa að standa í þessu núna árið' 2007 að öryrkjar og eldri borgarar skuli ekki sitja við sama borð og aðrir þjóðfélagshópar. 

Núverandi ríkisstjórn hefur haft sextán ár til að laga þetta það kostar einungis 1,700,000 að afnema þetta eftir þeim upplýsingum sem ég hef undir höndum.En nú á allt að gerast allir ætla að muna eftir öryrkjum og eldriborgurum það er einmitt á fjögra ára fresti sem við eru mjög vinsæl og allir að tala um okkur ,og vilja allt fyrir okkur gera meira að segja þeir sem hafa haft öll spilin á hendi til að laga þetta undanfarin sextán ár ætlum við virkilega að láta plata okkur einu sinni enn þeir sem gera það eru sáttir við núverandi  stöðu hinir hljóta að kjósa annað .

það er staðreind að það er búið að gyrða niðrum ákveðna  hópa í þessu landi meðan öðrum hafa verið færð auka axlabönd þetta verður ekki hrakið með einhverju prósentu þvargi. 


Rasistar lýðskrumarar eða hvað ?

 

                                                  Málefni innflytjenda

 

Í allri þessari orrahríð um auglýsingu Frjálslynda flokksins og að mínu mati þeirri óábyrgu umræðu í kjölfar hennar vill ég taka fram eftirfarandi samþykkt á Landsþingi Frjálslynda flokksins 26-27 janúar síðastliðinn um málefni innflytjenda.

Frjálslyndi flokkurinn metur mikils vinnuframlag erlends fólks við uppbyggingastarf í íslensku samfélagi síðustu misseri.

Margt að þessu fólki mun dvelja hér langdvölum og ber samfélaginu skylda til að veita því stuðning og hjálp til að aðlagast íslensku samfélagi m.a. með íslenskukennslu.

Frjálslyndi flokkurinn telur afar nauðsynlegt að stjórnvöld hafi fullt eftirlit með komu erlends verkafólks inn á vinnumarkaðinn og tryggi að réttur þess sé virtur og aðbúnaður mannsæmandi. Flokkurinn telur að fólk sem hingað kemur eigi að geta notað sína menntun og fagþekkingu á innlendum vinnumarkaði,enda sé fullgildum skírteinum framvísað ( það vantar mikið upp á að þetta sé virt )

Frjálslyndi flokkurinn Mun þó beita sér fyrir að undanþága sú sem samið var um í EES-samningnum varðandi innflutning verkafólks frá aðildarlöndum EES, verði nýtt og innflutningur takmarkaður ,í samræmi við ákvörðun íslenskra stjórnvalda . 

Yfirvöld verða á öllum tímum að hafa stjórn á því hverjir og hvað margir innflytjendur koma til landsins . Jafnframt ber að sækja hér um dvalarleyfi,að skuldbynda sig til að hlíta íslenskum lögum og stjórnarskrá.

Frjálslyndi flokkurinn varaði á Alþingi við afleiðingum þess að nýta ekki undanþáguákvæði um frjáls streymi fólks frá nýju aðildarlöndum Evrópusambandsins til landsins. Ríkisstjórnin neitaði að hlusta á þau varnarorð sem þingmenn Frjálslynda flokksins höfðu uppi ,auk þess sem ríkisstjórnin  vanrækti að marka stefnu í málefnum innflytjenda

Ekkert gerðist í þessum málum fyrr en Frjálslyndi flokkurinn hóf umræður um innflytjendamál sl.haust.

Íslenskt þjóðfélag er að breytast í fjölmenningaþjóðfélag og er afar mikilvægt að nýir borgarar aðlagist samfélaginu og kynnist menningu þjóðarinnar og tungu

Ef einhver getur bent mér á með rökum að í þessari ályktun sé að finna rasistatal eða lýðskrum þá væri gott að hann léti í sér heyra og líka hvernig sá hinn sami vill sjá þessa hluti í framtýðinni   


Ágætu bloggarar

                            

                                       Fyrst og fremst grasrótarmaður

                          

Það er almenn kurteisi að byrja á því að reyna að gera grein fyrir sér eða hvað? Ég er fyrst og fremst grasrótarmaður, hef unnið mikið í félagstörfum núna síðustu tólf ár að málefnum öryrkja og verið í stjórnum félaga sem lúta að þeim málaflokki.

Ég hef unnið mikið innan um hinn almenna félagsmann og verið í ágætri tengingu við fólkið í félaginu,það er konan sem flakar fiskinn en ekki sá sem situr á skrifstofunni sem skapar auðinn   

Eg er sjálfur öryrki  ( hreyfihamlaður ) og hef verið það alla tíð. Það hefur að mínu mati þroskað mig en eins og við vitum sem búum við fatlanir þurfum við oft að hafa svolítið meira fyrir því að sanna okkur í þjóðfélaginu. Ástæðan fyrir því að ég hef gefið tækifæri á mér í pólitík er sú að ég hef séð það á þessum tólf árum sem ég hef unnið í þessum málaflokki hafa hlutirnir lítið þokast áfram í okkar málum ,sumt hefur hreinlega þokast til baka. Ég mun gera þessi mál að mínum skrifum hér á blogginu fram að kosningum í mai, af nógu er að taka. 

Einnig  mun ég koma inn á mikilvægi forvarna, þar liggur að mínu mati hluti af ástæðu fyrir fjölgun öryrkja og eins hvers vegna öryrkjar skila sér eins lítið inn á vinnumarkaðinn eins og raun ber vitni.

Einnig hef ég mínar skoðanir á kvótakerfinu og er sammalá þeirri línu sem flokkurinn setur fram í þeim málaflokki. 

Hvað varðar innflytjendur þá eigum við að taka þá umræðu upp fordómalaust. Sú umræða sem uppi hefur verið undanfarnar vikur minnir mig á umræðuna um öryrkja fyrir fimmtán,tuttugu árum ég man þegar börnin voru að spyrja mig að því hvers vegna ég gengi með hækjur þá sussuðu foreldrar iðulega á börnin og sögðu þetta dónaskap nú tekur enginn eftir þessu einfaldlega vegna þess að börnin eru miklu betur upplýst um málefni fatlaðra. Ástæðan fyrst og síðast aukinn umræða og meiri blöndun í gegnum skólana, þannig þurfum við að nálgast þessa umræðu um innflytjendur


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband