16.5.2007 | 19:38
Geir sættir sig við næst sætustu stelpuna á ballinu
Þetta reyndist rétt þegar upp var staðið
Þeir sem muna orð Geirs Haarde sem hljóðuðu einhvern veginn þannig að stundum yrði maður að sætta sig við næst sætustu stelpuna á ballinu. Þá sá maður það svo sem ekki fyrir að hann ætti við Framsókn .Geir er klókur og sennilega hefur hann áttað sig á þessu þegar hann missti þetta út úr sér við lítinn fögnuð kvenna en nú geta þær hætt að vera fúlar út í Geir hann átti við framsókn. En þetta er siðlaust og ætti að vera strangar refsingar við því. En þegar kemur að pólitík þá er allt leyfilegt alla vega kemst Framsókn upp með það æ ofan í æ að selja sig fyrir stólana þó svo honum hafi verið hafnað af kjósendum.
Formanninum var hafnað það er ljóst en allt er falt fyrir völd. Fólk hlýtur að vera búinn að sjá í gegnum þennan flokk á meðan hann fær atkvæði og menn á þing þá verður hann falur fyrir stólana. Þessu verður að linna það verður ekki gert nema á einn veg að hafna honum algjörlega. Á meðan ein hvert lífsmark leynist með honum þá er hann og verður falur fyrir þægilega stóla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2007 | 18:11
Best að viðurkenna mistökin strax Ómar
Að klóra í bakkann
Að klóra í bakkann er gamalt en gott máltæki en þegar menn eru farnir að nauðga því og afbaka þá missir það marks. Þetta hefur Ómar verið að gera því miður þegar hann reynir að túlka niðurstöðuna sér í vil þannig að hann og hans flokkur hafi komið í veg fyrir það að Sjálfstæðisflokkurinn ynni stærri sigur.Gerir Íslandshreyfingin sér ekki grein fyrir því að þeir voru að taka mest af V.G. Hvað var V.G að mælast með áður en ykkar framboð varð að veruleika um 28 % Það var vitað að þeir myndu aldrei halda svo miklu fylgi en ykkar framboð gerði ekkert annað en að veikja þeirra stöðu .Þeir enduðu með 14 %
Þetta undirstrikar það sem ég hef haldið fram að það er Íslandshreyfingin sem bjargaði núverandi stjórn.Og ætli það eigi ekki ágætlega við núna það skemmtilega lag og texti sem þú söngst sjálfur fyrir margt löngu sem hljóðar einhvern veginn svona ekkert hjól undir bílnum en áfram skröltir hann þó.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.5.2007 | 17:30
Nú Ómar ( grét ) sama stjórn næstu fjögur árin
Til " Hamingju" það er ykkur að þakka
Þá liggur það fyrir að Ómari og Margréti tókst það sem þau ætluðu sér að viðhalda stóriðjustefnuflokkunum sem þau þóttust vera á móti . Til hamingju Það hefur legið fyrir alla kosningabaráttuna að þið áttuð aldrei möguleika einnig lá það fyrir að þið voruð að taka fylgi af stjórnarandstöðunni. Eruð þið ekki hamingjusöm með úrslitin ?Ég held að Margrét sem ákvað að yfirgefa Frjálslynda flokkinn hljóti að vera ánægð
Henni tókst hvorki að knésetja Frjálslynda né að koma sér og sínum flokki til áhrifa skilaboðin eru skýr frá kjósendum þér var hafnað af kjósendum þú gerðir mistök þú ofmast þína stöðu í pólitíkinni.Enda viðurkenndi Sverrir Hermansson það í viðtali í nótt að þetta hafi legið fyrir allt frá upphafi að flokkurinn næði ekki inn manni hvað lá þá á bak við þetta framboð ?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
12.5.2007 | 11:51
Verum frjálslynd í dag setjum X við F
Kæri kjósandi
Nú er Stóri dagurinn í dag . Þeir sem eru ósáttir við það að Eiríkur fékk ekki kosningu á fimmtudaginn, geta þó huggað sig við það að í dag getum við haft áhrif á það hverjir koma til með að stjórna hér næstu fjögur árin.
Og þeir sem vilja sjá breytingar sem ég tel að megin þorri þjóðarinnar vilji þá verðum við að tryggja það að Frjálslyndir nái inn sex þingmönnum að öðrum kosti gætum við staðið frammi fyrir því að sjá óbreytt ástand um ókomna tíð.
Þessi ríkisstjórn er búinn að hafa 12 ár til að gera það sem hún er að lofa fólki í dag ekki láta blekkjast kæri kjósandi. Ég óska öllum gleðilegs kosningadags
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2007 | 23:11
Happatalan
Mín er 8 ( % fylgi 12.maí )
Frá öndverðu hefur verið trú á happa og óhappatölur. Oft mun þó ein tala hafa reynst happatala einum en öðrum óhappatala, en hvað sem um það er , þá er hér gömul saga um töluna þrjá og aðrar tölur.Einu sinni voru tölustafirnir að tala saman. Hélt hver fram sínu ágæti en gerði hins vegar ekki mikið úr hinum.Sagðist þrír meðal annars vera stærri en einn og tveir hver fyrir sig og því gat enginn neitað með réttu.
Þá reis núllið upp, en það hafði komið síðast í hópinn alla leið austan úr Indlandi, og sagði að enginn vafi væri á því að það væri merkilegasta talan. Stæði það aftan við tölu þá stækkaði það hana tífalt, en það gæti enginn önnur tala gert enda hefði aldrei komist lag á talnakerfið fyrr en það kom til sögunnar.Hinar tölurnar áttu erfitt með samanburð, og fór því núllið með sigur að hólmi og hefur síðan talið sig merkilegasta tölustafinn en hvort það er happtala er annað mál. Þessi saga lýsir svolítið þeim heilaþvætti sem þessi ríkisstjórn hefur beitt þegar kemur að hækkunum til hinna tekjulágu.Það er þessi eylífa prósentuleikfimi og talnaleikur
Því segi ég það að það er hálf einkennilegt að hlusta á stjórnmálamenn sem vilja láta taka sig alvarlega komast upp með það að bera það á borð fyrir þá sem vita betur og þekkja það á eigin skinni hvað er að lifa á strípuðum bótum, hvað þeir hafi hækkað hlutfallslega meira en aðrir tekjuhópar í þessu landi. Fyrir það fyrsta lifum við ekki á hlutföllum og ekki á því að meðaltekjur hafi hækkað í landinu og allra síst á prósentuhækkunum. Ég hef alltaf þurft að borga með peningum það sem ég hef keypt. Látum ekki þessa frasa villa okkur sýn það er komið tími á að þessi ríkistjórn standi frammi fyrir sýnum gjörðum og henni verðum við að senda skýr skilaboð 12 maí.
Fólk er hætt að trúa henni ef ekki þá mundi það kallast meðvirkni sem er stórhættulegur sjúkdómur sem þarf að leita læknisaðstoðar við strax
Er fólk búið að gleyma því hvernig öryrkjar hafa þurft að standa í málaferlum við núverandi ríkisstjórn ekki einu sinni heldur oft á síðustu árum. Kjör öryrkja væru í dag mun minni en þau eru núna og eru þau nú nógu slæm fyrir, ef ríkistjórnin hefði haft betur í þessum málaferlum hvar á byggðu bóli hafa öryrkjar þurft að kljást með sama hætti við ríkistjórnir í sínu heimalandi eins og öryrkjar hér á landi.
Frjálslyndi flokkurinn er með skýra stefnu í þessum málaflokki sem byggist á krónutöluhækkun en ekki prósentuþvargi hún verði ekki minni en 150.000 án skatts á næsta kjörtímabili. Verum ábyrg X við F . 12 maí
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.5.2007 | 23:05
Hvað á ég að kjósa ?
Flokk með skýra stefnu
Nú styttist í kosningar aðeins vika til stefnu og Frjálslyndi flokkurinn er með um 6% fylgi en betur má ef duga skal. Eftir að hafa tekið þátt í þessum kosningaslag sem senn lýkur og kynnst öllu því góða fólki sem er í Frjálslynda flokknum er ég þess fullviss að flokkurinn á eftir að fá meira upp úr kjörkössunum en þessar tölur sína.
Þannig að ég hvet alla þá sem eru ekki búnir að ákveða sig að kynna sér stefnu flokksins á xf.is þá sjáið þið að þetta er ekki einna stefnu flokkur þvert á móti er hann með mjög mótaða stefnu í öllum málaflokkum. En það er alltaf verið að reyna að stilla honum upp sem flokki með lélega málefnastöðu. Hann er þvert á móti með mjög mótaða stefnu í öllum málaflokkum og er eini flokkurinn sem stendur á sínum skoðunum og er ekki alltaf að slá úr og í. Þetta er flokkur sem þorir að hafa skoðanir og það sem meira er að hann fylgir þeim eftir þannig að þeir sem kjósa Frjálslynda flokkinn 12 maí vita nákvæmlega hvað þeir fá fyrir sitt atkvæði.
Flokkur sem berst gegn núverandi kvótakerfi, ( hvet alla til að horfa á kompás á morgun ) flokkur sem vill fylgjast með því hvernig tekið er á móti því fólki sem hingað kemur og það sé upplýst um sín réttindi, einnig að við komum til með að ráða við þann aukna fjölda sem hingað kemur, flokkur sem er með góða stefnu í málefnum eldri borgarar og öryrkja, eini flokkurinn sem segir ákveðið að flugvöllurinn eigi að vera þar sem hann er.
Flokkur sem telur að börn eigi að njóta jafnréttis þegar kemur að íþróttum ,skólamáltíðum, tannheilsu læknisþjónustu óháð efnahag. Við teljum að þetta eigi að vera gjaldfrjálst hjá grunnskólabörnum landsins.Þetta er liður í forvörnum sem þessi ríkistjórn hefur látið sitja á hakanum þeir efnaminni hafa ekki efni á að fara með börn sín til tannlæknis,stunda íþróttir og annað í þeim dúr. Þannig að á þessu má sjá að þetta er flokkur með góða málefnastöðu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.5.2007 | 23:01
Fullfrískir menn á sjó
Því miður ekki hægt
Ég var á vaktinni í Aðalstræti kosningaskrifstofu Frjálslynda flokksins í dag þar sem talsvert að fólki kom við mest ungt fólk á aldrinum 20-25 ára. Það er mjög gaman að tala við unga fólkið um pólitík það er oft á tíðum mjög vel upplýst.Þarna komu til að mynda þrír vaskir strákar frá Neskaupstað þeir spurðu mig spjörunum úr um stefnu flokksins í hinum ýmsu málum og mátti ég hafa mig allan við að svara þeim.
Þeir sögðu mér frá því að þeir hefðu farið svona til að tékka á því hvort möguleiki væri á því að gera út trillu.Fóru þeir til bankastjóra til að athuga með fyrirgreiðslu vegna kvótakaupa upp á 40 miljónir. Þar var þeim tjáð að þeir gætu hugsanlega fengið 25 miljóna króna lán ef þeir gætu sjálfir lagt fram 15.miljónir.Hvar eiga ungir menn sem eru nýbúnir í skóla að útvega svo mikið fé.
,
Húsin sem foreldrar þeirra búa í standa ekki einu sinni undir svo stórri upphæð. Og eftir að þeir voru búnir að reikna þetta út þá sáu þeir það að þetta myndi aldrei ganga, þetta gæti ekki staðið undir sér. Alveg sama hvernig þeir reiknuðu dæmið vextir af svo stóru láni voru of háir og kvótinn það lítil að útgerðin kæmi aldrei til með að ganga.Þetta segir mér það að það er alveg vonlaust fyrir unga fullfríska menn sem vilja setjast að í sinni heimabyggð að stunda sjóinn.
Það blasir við að endurnýjunin í útgerð er enginn og unga fólkið hrökklast frá sínum heimahögum gegn sínum vilja vegna þess að það er ekkert fyrir þetta fólk að gera.Þeim er bannað að stunda þá atvinnu sem forfeður þeirra stunduðu mann fram af manni.Já þetta er sú staðreynd sem blasir við þessu fólki. Mörg litlu sjávarplássin eru að breytast í hálfgerð elliheimili foreldrarnir komast ekki í burtu vegna þess að eignirnar eru verðlausar og unga fólkið flýr vegna þess fisveiðiskerfis sem nú er við lýði .
Frjálslyndi flokkurinn er eini flokkurinn sem sett hefur þessi mál á oddinn fyrir þessar kosningar. Ef við viljum sjá breytingar á þessu kerfi þá kjósum við XF. 12.maí næstkomandi XF.er fyrir fólkið og stendur vörð um auðlyndir hafsins
Bloggar | Breytt 5.5.2007 kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.4.2007 | 17:54
Berum við ábyrgð gagnvart afkomu allra þjóðfélagsþegna ?
Já er svarið
Við stöndum frammi fyrir því að spyrja okkur þessara spurninga 12.maí .
Á okkar herðum liggur sú sameyginlega ábyrgð að allir geti notið sín á sínum forsendum. Þetta kann að hljóma svolítið klisjukennt en er þetta ekki það sem við eigum að stefna að ? í einu ríkasta og fámennasta landi heims hér eru öll skilyrði til þess, nóg af peningum næg atvinna en samt er atvinnuþáttaga öryrkja með því minnsta sem þekkist innan Norðurlandanna
Eigum við ekki að gæta þeirra sem eiga undir högg að sækja ?.Ég er orðinn afskaplega þreyttur á því að heyra það að það þurfi að bæta kjör þess fólks sem minna meiga sín Það er ekki til fólk sem minna má sín heldur er til fólk sem á undir högg að sækja þetta er ekki það sama einfaldlega vegna þess að ef allir fá sín tækifæri út frá sinni getu og þrótti þá væri ástandið allt annað Sú ríkistjórn sem nú hefur setið á annan áratug hefur komið þessum málum þannig fyrir að það fólk sem býr við örorku eru allar bjargir bannaðar vegna þeirra skerðinga sem nú eru við lýði. Það er nefnilega þannig að allir geta gert eitthvað fái þeir tækifæri til þess.
Ég hef verið oft spurður að því hvað ríkið tapaði á því að hleypa öryrkjum út á vinnumarkaðinn. Svarið er einfalt ekki krónu útgjöld ríkisins munu ekkert aukast við það að öryrkjar færu út á vinnumarkaðinn Þær mundu þvert á móti aukast bíddu nú hvernig er það hægt jú einfaldlega þannig að þær tekjur sem öryrkjar ynnu sér inn skila sér að mestu í ríkisjóð aftur í formi skatta. Tekjuskatts virðisaukaskatts og stór hluti að hverjum keyptum bensínlítra fer í ríkisjóð þannig að öryrkjar gætu við auknar tekjur ferðast meira enda erum við háðari bílum en aðrir þjóðfélagsþegnar Ég tala nú ekki um þunglyndislyfjanotkunin myndi stórlega minnka eins og ég hef sagt áður þá er þunglyndislyfjanotkun allra öryrkja á Íslandi 52%. Sem hlýtur að teljast óviðunandi en er bein afleyðing af núverandi kerfi
Við erum ekkert öðruvísi en annað fólk þetta skilar sér allt í neyslu og betri líðan hvað er betra en að hafa eitthvað fyrir stafni En við núverandi kerfi þá eru skilaboðin þannig að sá sem er öryrki í dag getur sig hvergi hreyft .Auðvitað eiga öryrkjar ekkert að sitja við annað borð þegar kemur að launum þess vegna hefur Frjálslyndi flokkurinn lagt það til að lágmarkslaun ekki bara bætur verði hækkuð verulega. Og að frítekjumarkið verði 150.000 á mánuði.
Forsætisráðherrann Geir er alltaf að rukka menn um það hvernig þeir ætli að fjármagna þetta allt því vissulega er þetta dýrt.En það snýr miklu frekar að honum að svara því hvernig hann og hans ríkisstjórn ætlar að skila þeim peningum sem sannarlega hefur verið stolið af láglaunafólki þessa lands
Bloggar | Breytt 1.5.2007 kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.4.2007 | 12:05
Er miskipting á Íslandi
Hverjir borga skattinn ?
Það virðist endalaust vera hægt að rífast um staðreyndir, já staðreyndir sem blasa við öllum sem kunna að lesa og reikna. En samt förum við inn í kjörklefann á fjögurára fresti og kjósum alltaf það sama. Pólitík virðist vera fyrir sumum trúarbrögð alveg sama hvað flokkarnir gera og gera ekki alltaf skulum við kjósa sömu flokkana þetta er svolítið einkennilegt í ljósi þess að núverandi stjórn hefur á undanförnum tólf árum komið upp hér fámennum hópi manna auðhringjum sem baða sig í peningum .Maður þarf helst að vera menntaskólagenginn til að getað reiknað út þær svimandi háu tölur sem þessum mönnum hafa verið færðar upp í hendurnar fyrir lýtið sem ekkert fé. Sumir gera sér glaðan dag á afmælisdegi sínum þá kemur gjarnan fjölskyldan saman og fær sér kaffi og kökur en aðrir láta sér það ekki nægja og virðast geta eitt sem samsvarar 50 ára launum verkamanns í eina afmælisveislu, sem lætur nærri að vera heil starfsæfi vinnandi manns Er þetta öfund ? Það verður hver og einn að svara því fyrir sig, ég tel það ekki vera.Við erum farinn að tapa öllu raunveruleikaskini þegar kemur að peningum.En þessir ágætu menn sem svona ráðstafa sínu fé eru að borga 10% fjármagnstekjuskatt meðan láglaunamaðurinn og millitekjumaðurinn er að borga 37% skatt.Það er staðreynd sem verður ekki hrakinn að misskiptingin í þessu þjóðfélagi hefur aukist um það þarf ekki að rífast.En viljum við óbreytt ástand eða viljum við breytingar ? þetta er sú spurning sem við öll verðum að gera upp við okkur 12.mai það er heilmikil ábyrgð sem fylgir því að kjósa því það er i okkar valdi hvernig við viljum sjá framtíð þessa lands og hvernig við skiptum þeim sameiginlega auði sem þjóðin á.þeim auðlindum á ekki að vera hægt að útdeila til fárra útvalda. Viljum við hafa óbreytt ástand þar sem sumir baða sig í peningum með aðrir geta vart litið glaðan dag ?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.4.2007 | 18:35
Ný ríkisstjórn í vor
þriggja flokka stjórn ?
Skoðanakannanir undanfarna mánuði hafa sýnt það að núverandi stjórnarflokkar
hafa ekki meirihluta atkvæða á bak við sig þannig að það stefnir í það að það verði
aðrir flokkar sem komi að myndun ríkistjórnar í maí. Í það minnsta verður annar þeirra
að fara í kærkomið frí best væri að gefa þeim báðum frí.Það er engum hollt að sitja of lengi. Eins og margir muna eflaust fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar þá klyfjaði Sjálfstæðisflokkurinn mikið á því að það þyrfti að gefa R.listanum frí hann væri búin að sitja of lengi og það væri engum hollt. þetta var alveg rétt mat hjá þeim en ég hef ekki heyrt frá þessum sama flokki að þeir þyrftu sjálfir á neinu fríi að halda eftir tólf ára setu við ríkisstjórnartaumana .
En það er sem betur fer ekki í þeirra valdi að ákveða það heldur er það í okkar valdi að gefa þeim frí og það eigum við að gera það er nefnilega þannig að þegar kemur að kosningum þá hafa allir sama vægi sem sag eitt atkvæði óháð nöfnum eða titlum.
Flestir vilja sjá vinstri græna og samfylkinguna mynda stjórn en allar skoðanakannanir nema ein hafa sýnt að það er fjarlægur draumur þessir flokkar gætu hins vegar myndað stjórn með Frjálslynda flokknum það er raunhæfur kostur og ætti að vera fyrsti kostur þessara flokka eftir kosningar að láta á það reyna þessir flokkar nái saman þeir hafa sýnt það í sinni stjórnarandstöðu í vetur að þeir geta unnið saman. Ég hef heyrt það á fólki að það sé hrætt við þriggja flokka stjórnir það sýni sagan en við erum alltaf að vitna í stjórnir sem sátu fyrir tugum ára síðan það er allt annar tíðarandi í dag og eru flokkarnir allmennt miklu nær hvor öðrum í flestum málaflokkum nema ef vera skildi E.S.B. aðild en það er ekkert í valdi þessara flokka að ákveða hvort við sækjum um aðild það er þjóðin sem ákveður það þegar og ef að því verður þannig að þetta á ekki að vera nein hindrun fyrir þessa flokka. Svo höfum við R.listann sáluga hann sannaði það að þetta er hægt og við vitum aldrei hvernig síðustu borgarstjórnarkosningar hefðu farið ef R listinn hefði boðið fram saman en V.G. klauf sig út úr því bandalagi
Það er aldrei hægt að dæma þessa hluti fyrirfram við eigum að vera opinn fyrir breytingum enda kominn tími á breytingar það er mín tilfinning að Frjálslyndi flokkurinn geti verið í oddaaðstöðu eftir kosningar einfaldlega vegna þess að hann mun ná inn fimm til sex þingmönnum í vor. Íslandshreyfingin og bandalag eldriborgarar og öryrkja eru ekki að koma vel út og sagan sýnir það að svona framboð gera ekkert annað en að styrkja þá ríkistjórn sem fyrir er
Ef fólk vill sjá breytingar í vor er mikilvægt að Frjálslyndi flokkurinn komi vel út og hvert atkvæði honum til handa færir okkur nær því skrefi að hleypa núverandi stjórnarflokkum í kærkomið frí
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)