Færsluflokkur: Bloggar
2.7.2007 | 18:04
Að aka í veg fyrir mótorhjól og stinga af
Þetta eru glæpamenn
Á föstudaginn varð ég fyrir óskemmtilegri upplifun. Þannig var bróðir minn sem er mikill áhugamaður um mótorhjól og á eitt slíkt hjól var hér upp á landi að láta yfir fara hjólið hann býr reyndar í Vestmannaeyjum en gott og vel við vorum að koma úr kaffi frá vinkonu okkar sem býr í Grafarvogi um kl 16.á föstudaginn hann á hjólinu og ég á mínum bíl ég var rétt fyrir aftan hann á höfðabakkabrúnni þegar að fólksbíll keyrir aftan á hornið á Bens bifreið og kastast í veg fyrir hjólið þannig að ökumaður hjólsins þeysist af hjólinu og lendir illa á bakinu.
Ökumaður bílsins sem var valdur af þessu slysi lét sig hverfa án þess að huga af því hvort ökumaður hjólsins væri lífs eða liðinn. Það hefur verið mikil umræða undanfarið um ofsaakstur vélhjóla sem á rétt á sér en að verða vitni af svona glæpsamlegu atviki hefði maður haldið að gerðust ekki nema í bíomynd. Sem betur fer varð númeraplatan bílsins eftir á slystað þannig að bíllinn er fundinn en ekki ökumaðurinn þar sem eigandi bílsins er nú á hóteli á Eyrabakka sem erfitt er að losna af
Bloggar | Breytt 9.7.2007 kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
20.6.2007 | 12:16
Framsóknar Finnur fann fé án hirðis og hirti það
Er Andvaka orðið andvana
Sigurður Guðjónsson lögfræðingur birti grein í mogganum í vikunni um Samvinnutryggingar og félag sem heitir Andvaka og var að velta því fyrir sér hver ætti alla þá milljarða sem virðist vera til þeim tengdum. En ekki eru allir eins vissir um hverjir eigi þá. Þarna fer fremstur í flokki Finnur nokkur Ingólfsson sem er í dag milljarðamæringur hvernig menn geti orðið milljaraðamæringar á einni nóttu er mér svolítið hugleikið Hann var nú bara þingmaður Framsóknarflokksins á meðallaunum.
Jú annars hann var og er einmitt í Framsóknarflokknum og tengdist þessum svo kallaða S.hópi Þar fékk hann á silfurfati heilmikil auðæfi í gegnum flokkapólitík. Nú situr hann ásamt fleiri Framsóknarmönnum í tuttugu og fjögra manna sjálfskipuðu ráði sem ákveður það hverjir hugsanlega eigi tilkall til 50.milljarða auðæfa sem þessi félög virðast eiga.Hvaðan þessir peningar koma upphaflega veit ég ekki upp á tíu en eitt er klárt að þeir koma ekki úr vösum Finns Ingólfssonar og félaga.
Þessi gjörspillti flokkur Sem Framsóknarflokkurinn hefur verið í raun alla tíð. Þá hefur hann nú í seinni tíð eftir að Sambandið loknaðist útaf sem var jú þeirra mjólkurkú verið til sölu fyrir völd. En það sem er sorglegast við þetta allt er að honum hefur tekist að selja sig æ ofan í æ og farið með völd hér langt umfram umboð. Sem betur fer létu kjósendur ekki glepjast að brosmildum og auðmjúkum frambjóðendum þeirra nú fyrir þessar kosningar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.6.2007 | 20:08
Til hamingju með sigurinn stelpur stórkostlegt
Kom mér ekki á óvart
Það kom mér ekki á óvart að stelpurnar ( okkar ) hefðu betur gegn Frökkum. Þetta er búið að liggja í loftinu núna í langan tíma að kvennalandsliðið næði að yfirstíga þann þröskuld að geta unnið þær bestu í heimi einfaldlega vegna þess að við eigum heima í þeim hópi. Þetta var bara spurning hvenær en ekki hvort það kæmi að þessu. Nú er ég ekki að gera lítið úr þessum frækna sigri heldur að undirstrika það sem mér hefur fundist nú á undanförnum árum.Málið er ef það hefur farið fram hjá einhverjum þá hefur kvennaknattspyrna hér á landi tekið miklum framförum undanfarin 10 ár
En það sem er kannski sorglegast við þetta er það að þetta hefur farið fram hjá fjölmiðlum og almenningi í landinu að mestu leiti.Ég skora á alla sem hafa áhuga á fótbolta yfir höfuð að mæta nú á fimmtudaginn þegar þær mæta Serbum og sýna stelpunum þá virðingu sem þær eiga skilið.Nú standa dyrnar opnar sem aldrei fyrr hjá þeim að komast alla leið þetta er í okkar höndum
Karlalandsliðið er því miður í frjálsu falli þessa dagana og er í 109 sæti listans sem er jú Íslandsmet Ég man þá tíð þegar fólk var að gera grin að skíðafólkinu okkar þegar það var að koma í mark í 36 sæti á glæsilegu íslandsmeti. Þá var mikið hlegið og talað um það að þetta væri nú bara peningasóun að senda þetta fólk í keppni. Hættum að dæma og gera upp á milli íþróttafólks það reyna allir sitt besta. Nú þurfa stelpurnar okkar á öllum þeim stuðningi að halda, sínum það í verki á fimmtudaginn.
'AFRAM 'ISLAND
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.6.2007 | 22:06
Aðgerðaleysi stjórnvalda ólýðandi
Eru stjórnvöld varnarlaus gegn kvótakerfinu ?
Þetta er spurning sem ráðamenn verða að fara að svara annað hvort vilja menn hafa þetta svona eða ekki Ef svo er þá segja menn það hreint út þannig að það fólk sem býr við það ástand sem fólkið á Flateyri stendur nú frammi fyrir viti hvers er að vænta í framtíðinni. Eða að þeir bregðist við því ástandi sem hefur gjaldfellt heilu byggðarlögin vegna þess kerfis sem við búum við í dag Á meðan eru menn að slást hér á höfuðborgarsvæðinu um íbúðir sem slegið hafa öll met hvað verð varðar allt að 500.000 þ.pr fermeter. Já menn leika sér með peninga hér á höfuðborgarsvæðinu á meðan er landsbyggðin í heljargreypum örfárra manna.Það er klárt að það er ekki fólkið á Flateyri sem er að slást um þessar íbúðir en þar gætu leynst þeir aðilar sem selt hafa undan þeim lífsviðurværið
Er það virkilega svona sem við viljum sjá hlutina í framtíðinni eru menn virkilega svo grænir að halda það að hér á landi væri nokkur lifandi maður ef við hefðum ekki notið þeirra auðlinda hafsins sem umleikur landið okkar. En nú hafa ráðamenn komið málum þannig fyrir að þessi auðlind er ekki lengur í höndum fólksins sem býr næst þeim. Nei þetta er í höndunum á örfáum útvöldum kvótagreifum sem hafa ekki þurft að borga krónu fyrir þær en geta selt þær að vild.
Þeir sem komu þessu kerfi á geta ekki vikið sér undan ábyrgð allt er þetta mannana verk. Það er aumara en tárum taki að sjá hvað stjórnvöld eru úræðalaus gegn þeim "glæp" sem þeir sjálfir frömdu. Ég er nú svo grunnhygginn að ég hélt að það væri ekki hægt að selja eitthvað sem maður hefur alldrei borgað fyrir. Sumir mundu kalla það þjófnað en það geri ég ekki þessum mönnum voru færð þessar auðlindir af þáverandi ráðamönnum. Þó að Davíð og Halldór hafi horfið á braut úr stjórnmálum þá skal enginn halda það að þar með beri þeir enga ábyrgð á því ástandi sem nú rýkir öðru nær þeir bera stærstu ábyrðina á núverandi ástandi í þeim byggðarlögum sem nú eru í gjörgæslu kvótaeigenda
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.6.2007 | 13:31
Er Davíð undir álagi
Fær 8% álag ofan á launin
það er sem sagt allt óbreytt ný stjórn með sömu áherslur og sú gamla þetta fer ekki vel á stað.Það er klárt að þessi ofurdýrkun á bankakerfið og þá sem þar stjórna er komið út fyrir allt velsæmi.Nú fær Davíð launahækkun sem lætur nærri að vera hærri en öryrkjum og láglaunafólki er gert að lifa af á mánuði og Hannes og Pétur Blöndal hafa birt margar greinar um það hvernig laun lægstu hópana hafi hækkað og þeir hafa líka sagst sjálfir getað lifað af launum innann við 90,000.á mánuði.Þó svo að þeir hafi alldrei sýnt fram á það með beinum hætti
Nú væri gaman að heyra í þeim félögum til að segja okkur hinum hvernig Davið geti ekki lifað af rúmri miljón á mánuð og þurfi nauðsynlega á launahækkun að halda hann er nú með rúmlega eina og hálfa miljón á mánuði og ekki nóg með það hann er með 8% álag ofan á launin sem er 120,000 á mánuði. Á 75% öryrkji sem vinnur fulla vinnu og er þar að leiðandi bara með 25% vinnugetu að fá 75% álag ofan á launin?.
Svona aðgerðir gerir ekkert annað en að stofna þeim kjarasamningum sem senn renna út í óefni. Og það verði erfiðara fyrir atvinnurekendur að semja og reyna að telja fólki trú um það að hér þurfi að rýkja stöðuleiki og laun megi helst ekkert hækka þá fari hér allt í kalda kol.Er boðlegt í ljósi síðustu atburða að bera það endarlaust á borð fyrir þá sem borið hafa uppi þann stöðuleika sem hér hefur ríkt undanfarið að það sé alldrei svigrúm til að hækka lægstu laun þá fari verbólgan af stað. En það sé í lagi að hækka laun einstakra hátekjumanna innan ríkisins. Þetta tal er búið að tapa öllum trúveruleika
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.6.2007 | 20:21
Landsliðsmenn skammist sín eða hvað
Kvennalandsliðið okkar von
Hvað eru menn að missa sig vegna landsliðsins það er ekkert nýtt undir sólinni þar við erum bara svo fljót að gleyma.Við álpumst til að vinna einstaka leik þá ætlar allt um koll að keyra og við erum meðal þeirra bestu í heimi. Hættum þessari vitleysu okkar von í knattspyrnu er kvennalandsliðið þar þarf K.S.'I að fara að vakna af værum blundi og fara að styðja miklu betur við bakið á kvennalandsliðinu liðið er nýbúið að vinna landsleik 3-0 hver man eftir því var hann sýndur í sjónvarpinu voru viðtöl við stelpurnar og þjálfarann eftir þann leik nei.
Þessi ofuráhersla á karlalandsliðið og ofurvætingar sem að "aldrei" geta orðið annað en væntingar næstu öldina meðan við erum ekki fleiri en ein breiðgata í U.S.A. verður að linna.En það er raunhæft að ætla að kvennalandsliðið gæti náð þeim hæðum sem við krefjumst af karlalandsliðinu ef við förum að vakna og virða kvennaknattspyrnuna til jafns á við karlana.
Ég hef fyllst með kvennaboltanum í tólf ár og það er til skammar hvað lítið er rætt um kvennaknattspyru almennt í blöðum og hvað þeim er gerð lítil skil almennt. Ef ætti að bera saman árangur kvennalandsliðsins og karlalandsliðsins undanfarin ár þá þurfum við ekki að kalla til neina fræðinga til að reikna það út.Leggjum meiri áherslu á kvennaboltann þar er okkar raunhæfi möguleiki í framtíðinni
Bloggar | Breytt 9.6.2007 kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.5.2007 | 23:12
Skelfilegur atburður
Harmleikur í Kanada
Sá voflegi atburður átti sér stað í Kanada að þar lést kona sem er í sjálfu sér ekki í frásögu færandi nema ef vera skildi dánarorsökin. Hún er sú að það kom maður frá rafveitunni til að loka fyrir rafmagnið þar sem vanskilin voru orðin ef ég man rétt um 10.000 kr. Þar var honum tilkynnt að þar innan dyra lægi kona í öndunarvél.
Það virtist ekkert hreyfa við manninum sem gaf þeim tvo tíma til að ganga frá skuldinni að öðrum kosti myndi hann loka fyrir rafmagnið sem og hann gerði með þeim afleyðingum að konan lést.
Maður spyr sig af því af hverju í óskupunum borguðu ekki ættingjarnir reikninginn við þessar aðstæður konunnar. Þetta er lýginni lýkast að svona hlutir skuli geta gerst í siðmenntuðu landi eins og Kanada. En sýnir okkur það einnig hvað hart er gengið á fólk nú til dags við innheimtu já fyrir skýtnar 10.000 kr Þetta endaði með ófyrirsjáanlegum harmleik sem sagt með dauða konunnar
Bloggar | Breytt 10.10.2007 kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.5.2007 | 21:35
Eyjamenn hvað er í gangi ?
Kvennaboltinn í eyjum
Það er dapurlegar fréttir sem nú berast frá eyjum nú er búið að draga kvennaliðið í handbolta út úr Íslandsmótinu. Áður var búið að draga knattspyrnuliðið út úr keppni.Ég hef fyllst með yngri flokkum kvenna í knattspyrnu nú í tólf ár þar sem ég á stelpur sem leika knattspyrnu með K.R liðinu sem allir elska.
Á öllum mótum var Í.B.V. með eitt að bestu liðunum í yngri flokkunum, fyrir svona þrem fjórum árum síðan .Ég hlýt að spyrja hvað hefur farið úrskeiðis því framtíð kvennafótboltans var björt þið vorum með þrjú og fjögur lið í hverjum flokki þekktist hvergi nema kannski hjá Breiðabliki.
Hvað handboltann varðar þá hef ég verið á móti þessari stefnu sem eyjamenn hafa haft uppi nú allra síðustu ár. Þessar örfáu stelpur sem voru að koma upp úr yngriflokkunum fengu engan séns.Því það var alltaf verið að spenna bogann hátt og vinna sem flest verlaun það er göfugt en það gengur aldrei til lengdar að byggja alla íþróttastarfsemina á útlendingum þá er ekki að neinu að keppa fyrir þær stelpur sem eru að koma upp.
Enda kom það í ljós sem hefði átt að blasa við öllum að þetta er fjárhagslega ekki hægt til lengdar. Eyjamenn förum að byggja upp öflugt yngriflokkastarf og höldum vel utan um stelpurnar þá munu þær sýna það að enn er kraftur í eyjalýsinu
ÁFRAM Í.B.V.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.5.2007 | 11:19
Fögur fyrirheit hver veit
Það kemur í ljós
Jæja nú er komin ný ríkisstjórn og ég óska henni velfarnaðar í starfi. Það sem mér finnst svona fljótt á litið og í reynd mjög skrýtið þá er ekkert minnst á Sjávarútveiginn í málefnasamningi þessara flokka nema að það á að viðhalda stöðuleika í greininni það á sem sagt ekkert að gera fyrir þær sjávarbyggðir sem eru í gjörgæslu kvótaeigenda.Flateyri er að blæða út og það verður í mesta lagi settur plástur á sárið Það segir mér það að flokkur eins og Frjálslyndir eini flokkurinn sem hefur haldið þessari umræðu á lofti verður að standa vaktina sem aldrei fyrr.
Mér finnst öll umræða um þessa atvinnugrein sem haldið hefur í okkur lífinu fram á þennan dag vera á undanhaldi ungt fólk sem nú er að vaxa úr grasi þekkir ekki þá sögu sem býr að baki og þeirri vinnu sem afar og ömmur þeirra lögðu á sig til að byggja upp þetta þjóðfélag sem við nú búum í.
Nei nú vilja allir vinna í banka og fyrirmyndin er Bjarni Ármannsson. Er það skrýtið nei þetta virðist svo einfalt að græða peninga þú leggur ekkert inn en tekur bara út eins og segir í laginu um Gleðibankann það er sem sagt hægt að græða sjö miljarða án þessa að leggja út eina krónu þetta er sú sýn sem ungt fólk hefur að leiðarljósi út í atvinnulífið til hvers að vera að slíta sig út á sjó þegar hægt er að vera í jakkafötum með bindi í banka og leika sér með peninga.
En það sem er jákvætt við þessa stjórn ef ég tala út frá hagsmunum öryrkja þá er loksins hennar tími kominn með öll sín gráu hár .Ég bind mjög miklar vonir við Jóhönnu hún hefur verið ötull talsmaður þeirra sem eiga undir högg að sækja. Nú er hún með alla ásana á hendi þannig að hún getur ekki tapað spilinu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
18.5.2007 | 13:04
Snilldarleikur Jóhannesar í Bónus
Máttur auglýsinganna er mikill
Það gekk eftir það sem Jóhannes í Bónus ætlaði sér með auglýsingunum sínum í öllum blöðum rétt fyrir kosningar um að hvetja fólk til að strika Björn Bjarnason út af lista Sjálfstæðisflokksins Þarna sýndi hann mikla herkænsku þarna sló hann tvær flugur í sama höfuðið eins og Laddi myndi orða það. Þarna tókst honum að fá fullt af fólki til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eingöngu til að sýna honum samstöðu gegn Birni.
Fólk sem að öllu jafna hefði ekki kosið flokkinn en gerði það til að taka undir orð Jóhannesar.Björn fékk rúmlega tvö þúsund og fimmhundruð útstrikanir ætla má að í það minnsta hafi helmingur þess fólks bara kosið flokkinn til að láta í ljós óánægju sína með vinnubrögð Björns gegn Baugi. Alla jafna hefðu þessir aðilar kosið aðra flokka. Að því gefnu hefði þessi stjórn fallið og Geir færi ekki með það umboð sem hann stýrir í dag. Þetta var besta auglýsing sem Sjálfstæðisflokkurinn gat fengið og var hún þess valdandi að stjórnin hélt velli.Auglýsingarnar beindust bara að Birni en ekki að flokknum sjálfum enda Jóhannes Sjálfstæðismaður Þannig honum tókst það sem hann ætlaði sér Björn var færður niður á listann og Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig mönnum. Jóhannes hefur löngum verið klókur í viðskiptum þarna sannaðist það svo ekki verður um villst .Þarna sýndi sig líka að eiga peninga getur haft mikil áhrif á pólitíkina það er óumdeilt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)