15.3.2007 | 14:31
Ágætu bloggarar
Fyrst og fremst grasrótarmaður
Það er almenn kurteisi að byrja á því að reyna að gera grein fyrir sér eða hvað? Ég er fyrst og fremst grasrótarmaður, hef unnið mikið í félagstörfum núna síðustu tólf ár að málefnum öryrkja og verið í stjórnum félaga sem lúta að þeim málaflokki.
Ég hef unnið mikið innan um hinn almenna félagsmann og verið í ágætri tengingu við fólkið í félaginu,það er konan sem flakar fiskinn en ekki sá sem situr á skrifstofunni sem skapar auðinn
Eg er sjálfur öryrki ( hreyfihamlaður ) og hef verið það alla tíð. Það hefur að mínu mati þroskað mig en eins og við vitum sem búum við fatlanir þurfum við oft að hafa svolítið meira fyrir því að sanna okkur í þjóðfélaginu. Ástæðan fyrir því að ég hef gefið tækifæri á mér í pólitík er sú að ég hef séð það á þessum tólf árum sem ég hef unnið í þessum málaflokki hafa hlutirnir lítið þokast áfram í okkar málum ,sumt hefur hreinlega þokast til baka. Ég mun gera þessi mál að mínum skrifum hér á blogginu fram að kosningum í mai, af nógu er að taka.
Einnig mun ég koma inn á mikilvægi forvarna, þar liggur að mínu mati hluti af ástæðu fyrir fjölgun öryrkja og eins hvers vegna öryrkjar skila sér eins lítið inn á vinnumarkaðinn eins og raun ber vitni.
Einnig hef ég mínar skoðanir á kvótakerfinu og er sammalá þeirri línu sem flokkurinn setur fram í þeim málaflokki.
Hvað varðar innflytjendur þá eigum við að taka þá umræðu upp fordómalaust. Sú umræða sem uppi hefur verið undanfarnar vikur minnir mig á umræðuna um öryrkja fyrir fimmtán,tuttugu árum ég man þegar börnin voru að spyrja mig að því hvers vegna ég gengi með hækjur þá sussuðu foreldrar iðulega á börnin og sögðu þetta dónaskap nú tekur enginn eftir þessu einfaldlega vegna þess að börnin eru miklu betur upplýst um málefni fatlaðra. Ástæðan fyrst og síðast aukinn umræða og meiri blöndun í gegnum skólana, þannig þurfum við að nálgast þessa umræðu um innflytjendur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.