6.4.2007 | 13:14
Á að hleypa öryrkjum og eldriborgurum yfir girðingarnar
Lifum við á prósentum
Þessi endalausa umræða um það með hvaða hætti hægt sé að bæta kjör öryrkja og aldraða er ekki ný af nálinni og virðist endalaust hægt að þrefa um það hvað sé best að gera fyrir þessa hópa.
Hannes Hólmsteinn geysist fram á ritvöllin og skrifar margar greinar um það hvað bætur hafa hækkað meira hjá þessum hópi en annara launamanna í landinu í PRÓSENTUM talið vel á minnst.
Það er hægt að færa fyrir því gild rök um að þetta gæti verið rétt hjá Hannesi, í sumum tilfellum, alveg eins og það er hægt að færa fyrir því gild rök að maður sem á 10.000 krónur og ávaxtar þær um 30% á ári á orðið 13.þúsund og hefur grætt um þrjúþúnd krónur. Sá sem á milljón og hækkar um 25% á orðið 1,250,000 og hefur grætt 250.000 sem sagt hækkað um 247.000 krónum meira en sá sem fékk 3,000 krónurnar. Samt hefur sá sem fékk 3,000 krónunar ávaxtað sitt pund 5% meira en hinn. Þetta er Hannes alltaf að þvæla um við lifum á krónum og aurum en ekki prósentum.
Það er alveg klárt ef við ætlum að sporna við þessari þróun þá þarf að slaka á þessum skerðingum og fella þessar girðingar niður. Öryrkjar og eldriborgarar eru hópar sem stöðugt er að fjölga í og til að koma í veg fyrir það að þessir hópar dagi uppi í þessu allt of flókna bótakerfi sem bráðliggur á að endurskoða í heild sinn því það skilja afskaplega fáir hverning það virkar frá A til Ö.Við verðum að gefa fólki miklu meira svigrúm til að vinna sér inn tekjur án þessara refsinga sem nú eru viðhafðar. Þetta er einu hóparnir í landinu sem búa við þetta ofríki.
Mér brá þegar ég ég skoðaði tölur um notkun þunglyndislyfja hjá öryrkjum það eru 52% öryrkja sem nota þunglyndislyf.Það er ekki vegna þess að þunglyndissjúklingar séu 52% af öryrkjum í þessu landi. Þetta er vegna þess að þetta fólk upplifir höfnun í æríkara mæli. Þeim er nánast allar bjargir bannaðar þegar kemur að því að reyna að bjarga sér endalausar skerðingar sem er fínna orðið yfir refsingar
Það hefur komið í ljós í könnun Stefáns Ólafssonar sem allir eru sammála um nú að atvinnuþáttaka 'Islendinga allmennt er hvergi meiri í OECD löndunum um 90% en þegar atvinnuþáttaka öryrkja er skoðuð sérstaklega er hún aðeins 29% hér á landi og þá snýst þetta við ,við erum í fallsæti ástæðan blasir við öllum sem vilja hana sjá Skerðingar og aftur skerðingar
Frjálslyndi flokkurinn er með skýra stefnu þegar kemur að þessum málaflokki, lámarksbætur og lámarkslaun verði 150.000 pr mán öryrkjar og eldri borgarar megi hafa allt að einni miljón án skerðinga á ári.
Frjálslyndi flokkurinn setur það sem skýlausa kröfu að skerðing vegna launa maka verði lögð niður enda tel ég þetta mannréttindabrot við erum eini hópurinn í landinu sem er refsað með þessum hætti Það er dæmalaust að þurfa að standa í þessu núna árið' 2007 að öryrkjar og eldri borgarar skuli ekki sitja við sama borð og aðrir þjóðfélagshópar.
Núverandi ríkisstjórn hefur haft sextán ár til að laga þetta það kostar einungis 1,700,000 að afnema þetta eftir þeim upplýsingum sem ég hef undir höndum.En nú á allt að gerast allir ætla að muna eftir öryrkjum og eldriborgurum það er einmitt á fjögra ára fresti sem við eru mjög vinsæl og allir að tala um okkur ,og vilja allt fyrir okkur gera meira að segja þeir sem hafa haft öll spilin á hendi til að laga þetta undanfarin sextán ár ætlum við virkilega að láta plata okkur einu sinni enn þeir sem gera það eru sáttir við núverandi stöðu hinir hljóta að kjósa annað .
það er staðreind að það er búið að gyrða niðrum ákveðna hópa í þessu landi meðan öðrum hafa verið færð auka axlabönd þetta verður ekki hrakið með einhverju prósentu þvargi.
Athugasemdir
Velkominn vinur, þú ert góður penni haltu áfram. Kv frá eyjum.
Georg Eiður Arnarson, 7.4.2007 kl. 18:34
Gott að sjá þig hérna félagi og vertu velkominn. Skilgreind örorka og sýnileg, ásamt þeim skorðum sem hún setur þeim er við hana búa er ekki efni til öfundar. En miklu ert þú nú betur staddur en margir þeirra sem búa við leynda örorku og óskilgreinda. Þeir eru víðsvegar kringum okkur á hverjum degi og ótrúlega margir úr þeim hópi hafa sig mikið í frammi hér á blogginu og flestum til leiðinda eins og músin á Arnbjargarlæk forðum tíð.
Stjórmálamenn segja gjarnan fyrir kosningar að málefni öryrkja, aldraðra og annara sem setið hafa eftir séu ekki áhyggjuefni: "Þetta erú mál sem við höfum ákveðið að taka föstum tökum eftir kosningar, bara spurning um forgangsröðun". Flóknara er það nú ekki. Sjálfum finnst mér nú eins og þér að þessi forgangsröðun hafi lent í handaskolum.
Síðasta ræða formanns Framsóknarflokksins fyrir þessar Alþingiskosningar er nokkuð fyrirséð:" Við trúum á dómgreind kjósenda. Þegar þeir fara yfir öll okkar góðu verk á kjörtímabilinu munu þeir sjá að við eru flokkur sem þeir hafa alltaf geta treyst og að svo muni enn verða. Við biðjum þess eins að verða dæmdir af verkum okkar". Þorirðu að veðja nokkru?
Árni Gunnarsson, 7.4.2007 kl. 22:52
Heill og sæll. Góðir pistlar hjá þér sem vekja til umhugsunar. Sá sem er hér fyrir ofan hefur verið settur á vef Frjálslynda flokksins www.xf.is
Bestu kveðjur,
Magnús Þór Hafsteinsson, 8.4.2007 kl. 15:57
Já, góðir pistlar og haltu áfram á þessari braut pési minn.
Kveðja,
Sævar Helgi
Sævar Helgi Geirsson (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 16:03
Fínn pistill, en mér finnst ég knúinn til að gera athugasemd við innsláttarvillu. Að sjálfsögðu fær maður níu þúsund krónur í ávöxtun af tíu þúsunkalli ef ávöxtunin er 90%, en óvart stendur 30% sem er þó nokkuð góð ávöxtun, en bara gefur ekki eins mikið. Vonandi leiðréttist þetta.
kveðja Hafsteinn Þór Hafsteinsson
Hafsteinn Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 17:15
Takk fyrir þetta Hafsteinn þetta er hárrétt hjá þér það átti auðvitað að standa þarna þrjúþúsund en ekki níuþúsund sem gerir muninn enn og meiri
Grétar Pétur Geirsson, 8.4.2007 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.