Fyrir hverja eru ávextir frelsisins ?

                                       

 

                                             Látum alla njóta ávaxtana      

                           

Ragnar Halldórsson kvikmyndagerðamaður skrifar grein í fréttablaðið 19-03-2007  á bls 17 sem ber yfirskriftina ávextir frelsisins gætu hætt að vaxa Þar dásamar hann Sjálfstæðisflokkinn og varar við breytingum

Þar segir hann meðal annars og það sem hann kallar vinstri veruleiki sé yndislegur fyrir þá sem elski að vinna fyrir ríkið og hafa aðra undir hæl sínum , nú veit ég ekki til þess að  þeir sem vinna á ríkisstofnunum séu ofsælir af sýnum launum mest af því fólki sem vinnur fyrir ríkið í dag er með lág laun þannig að ég skil ekki alveg hvað hann er að fara með þessu þetta fólk er búið að vera undir hælnum á núverandi ríkisstjórn í tólf ár og á vart til hnífs og skeiðar nema að vinna umtalsverða yfirvinnu

Að sjálfsögðu eru þeir til sem eru með ágæt  laun innann ríkisins t.d sendiherrar forstjórar ríkistofnanna ,ráðuneytisstjórar svo dæmi sé tekið.Það hefur allgjörlega farið fram hjá mér ef fólkið sem starfar við ummönnun á spítölum og öðrum ríkistofnunum teljist í dag til  hátekjufólks. Síðan telur  hann andstæðu alls þessa vera frelsið sem við þekkjum svo vel sem alltaf sé verið að bæta.

Ég spyr bæta fyrir hverja fáa útvalda ? eða eru allir að njóta góðs af þessu frelsi sem hann dásamar svo í grein sinni .Hann telur  Sjálfstæðisflokkinn í dag eina stjórnmálaflokkinn á Íslandi sem berjist fyrir frelsi og skilji hvað það sé brothætt og fatti skyldleika frelsisinsog hófsemdar  frelsis og sjálfsaga og virðingu fyrir sjálfum sér.

Allt annað telur hann ófrelsi og það muni koma í tísku að hækka skatta ofsóknir og innrásir í fyrirtæki og jafnvel heimili muni lýta dagsins ljós.

Bíddu hverjir réðust inn í eitt stærsta fyrirtæki landsins og eru enn að reyna að knésetja þá menn.Þetta er lengsta og dýrasta leikrit sem hefur verið sett á svið gegn nokkru fyrirtæki hér í þessu landi nú í seinni tíð Og hver borgar sýninguna það er hinn almenni launamaður í þessu landi en það er ekki þar með sagt að við njótum sýningarinnar það held ég að megin þorri þjóðarinnar sé mér sammála um. 

Það er margoft búið að vísa stærstum hluta ákæruliða frá og öll meðferð þessa máls mun ekki verða til eftirbreytni í framtýðinni.Það skildi þó ekki hafa verið frelsishetjurnar með ávextina sem áttu þarna hlut að máli .

Ávextir frelsisins hafa sannarlega vaxið í tíð þessarar ríkistjórnar en þeim hefur ekki verið útdeilt til allra þeim er misskipt  það hafa bara fáir útvaldir fengið að smakka á þessum frelsisávöxtum og þeir sitja einir að ávaxtakörfunni. Á meðan þurfum við hin að gera  húndasúrur okkur að góðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góð grein Grétar.

Já hundasúrur eru einmitt þeir ávextir sem hluti fólks hefur efni á.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.4.2007 kl. 23:32

2 identicon

Já græðgi og spilling kollríður (eigum við að segia) fráfarandi stjórn.   

Arndis Baldursdótiir (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband