13.5.2007 | 17:30
Nú Ómar ( grét ) sama stjórn næstu fjögur árin
Til " Hamingju" það er ykkur að þakka
Þá liggur það fyrir að Ómari og Margréti tókst það sem þau ætluðu sér að viðhalda stóriðjustefnuflokkunum sem þau þóttust vera á móti . Til hamingju Það hefur legið fyrir alla kosningabaráttuna að þið áttuð aldrei möguleika einnig lá það fyrir að þið voruð að taka fylgi af stjórnarandstöðunni. Eruð þið ekki hamingjusöm með úrslitin ?Ég held að Margrét sem ákvað að yfirgefa Frjálslynda flokkinn hljóti að vera ánægð
Henni tókst hvorki að knésetja Frjálslynda né að koma sér og sínum flokki til áhrifa skilaboðin eru skýr frá kjósendum þér var hafnað af kjósendum þú gerðir mistök þú ofmast þína stöðu í pólitíkinni.Enda viðurkenndi Sverrir Hermansson það í viðtali í nótt að þetta hafi legið fyrir allt frá upphafi að flokkurinn næði ekki inn manni hvað lá þá á bak við þetta framboð ?
Athugasemdir
Já þetta var spakleg ályktun hjá Aðalritara Sverri! Vonandi opnast augu Ómars fyrir því hvar hann er staddur:
Árni Gunnarsson, 13.5.2007 kl. 20:47
Mikið hló ég þegar hann tók upp samanbrotið blað úr vasanum og veifaði því brjálaður framan í fjölmiðla ... náði aldrei alveg hvað stóð á þessu blaði samt
Guðríður Pétursdóttir, 13.5.2007 kl. 22:07
Sæll Pétur og til hamingju með kosninga sigurinn í R,suður. kv frá eyjum.
Georg Eiður Arnarson, 13.5.2007 kl. 22:33
Takk Georg þetta er rétt að byrja. Flokkurinn á bara eftir að vaxa í framtýðinni eftir að hafa staðið þessar hremmingar af sér sem flokkurinn gekk í gegn um þá er hann kominn til að vera. Ég mun beita mér af alefli næstu fjögur árin til að ná því markmiði að koma þessum flokki í 12 til 14 % fylgi það á að vera hans kjörfylgi
Grétar Pétur Geirsson, 13.5.2007 kl. 23:00
Blessaður.
Já verði mönnum að góðu segi ég bara , uppskeran ekki alveg í samræmi við væntingar, á þessum bænum. Ein stór della frá upphafi.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 14.5.2007 kl. 01:20
Þetta verður fyrst della ef Framsókn verður áfram í ríkisstjórn
Rúna Guðfinnsdóttir, 14.5.2007 kl. 14:35
Þetta er rétt mat hjá þér Rúna. Guðni Ágústsson reyndi að telja okkur trú um það nú í hádeginu í viðtali á stöð tvö að þetta hefði nú ekki verið svo slæmt stjórnin hélt velli. Nú veit ég ekki hvar Guðni lærði sinn reikning það var ekki útkoma Framsóknar sem tryggði niðurstöðuna heldur var það Sjálfstæðisflokkurinn sem bætti við sig.Þannig að ég spyr hvernig er hægt að fá það út að flokkur sem tapar helmingi af sínum þingmönnum hafi unnið.Guðni tólf - fimm eru sjö þetta lærði ég í barnaskóla
Grétar Pétur Geirsson, 14.5.2007 kl. 16:55
Veistu..að þetta lærði ég einmitt líka En það er nú svo langt síðan við vorum í skóla, það kemur alltaf eitthvað nýtt í staðinn fyrir það gamla
Rúna Guðfinnsdóttir, 14.5.2007 kl. 18:47
Alveg rétt þetta kallast að túlka niðurstöðuna rétt hvað svo sem það þýðir . Við erum bananalýðveldi þegar kemur að pólitík Framsóknarflokkurinn er gott dæmi um það, honum er hafnað æ ofan í æ en stendur alltaf uppi sem sigurvegari að eginn mati.Hvað er í gangi
Grétar Pétur Geirsson, 14.5.2007 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.