Að aka í veg fyrir mótorhjól og stinga af

 

 

                                       Þetta eru glæpamenn

 

 

Á föstudaginn varð ég fyrir óskemmtilegri upplifun. Þannig var bróðir minn sem er mikill áhugamaður um mótorhjól og á eitt slíkt hjól var hér upp á landi að láta yfir fara hjólið hann býr reyndar í Vestmannaeyjum en gott og vel við vorum að koma úr kaffi frá vinkonu okkar sem býr í Grafarvogi um kl 16.á föstudaginn hann á hjólinu og ég á mínum bíl ég var rétt fyrir aftan hann á höfðabakkabrúnni þegar að fólksbíll keyrir aftan á hornið á Bens bifreið og kastast í veg fyrir hjólið þannig að ökumaður hjólsins þeysist af hjólinu og lendir illa á bakinu.

Ökumaður bílsins sem var valdur af þessu slysi lét sig hverfa án þess að huga af því hvort ökumaður hjólsins væri lífs eða liðinn. Það hefur verið mikil umræða undanfarið um ofsaakstur vélhjóla sem á rétt á sér en að verða vitni af svona glæpsamlegu atviki hefði maður haldið að gerðust ekki nema í bíomynd. Sem betur fer varð númeraplatan bílsins eftir á slystað þannig að bíllinn er fundinn en ekki ökumaðurinn þar sem eigandi bílsins er nú á hóteli á Eyrabakka sem erfitt er að losna af   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Var ökumaður hjólsins sem lenti á bílnum, bróðir þinn?

Já, það eru ökufantar í umferðinni, bæði bílar og hjól. Mótorhhjólafantarnir eiga það bara til að fara enn hraðar en birfreiðafantarnir  Ég keyri á u.þ.b. 100 km. hraða á milli Selfoss- Reykjavík og oftlega er ég fyrir og mikið tekið fram úr mér. Bæði hjól og bílar.

Rúna Guðfinnsdóttir, 2.7.2007 kl. 18:12

2 Smámynd: Grétar Pétur Geirsson

Já þetta er Heimir Freyr hann er slæmur í bakinu og þetta leiðir upp í háls þannig að það verður að koma í ljós hvernig þetta þróast. Ef hann hefði verið á 100 km hraða þá værum við ekki að tala saman núna.Þetta skeði rétt við ljósin þannig að hann var á 30-40 km hraða

Grétar Pétur Geirsson, 2.7.2007 kl. 18:24

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Við værum kannski að tala saman...ekki hann

Rúna Guðfinnsdóttir, 2.7.2007 kl. 18:41

4 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

oohhh húmor mamma, en þetta er ömurlegt með Heimi

Guðríður Pétursdóttir, 2.7.2007 kl. 19:12

5 Smámynd: Grétar Pétur Geirsson

Þú ert yndisleg Rúna mín alltaf með húmorinn í fyrirrúmi.Við sjáum hvernig þetta þróast vonum það besta

Grétar Pétur Geirsson, 2.7.2007 kl. 19:15

6 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Jamm..bið að heilsa Heimi, langt síðan maður hefur séð hann.

Rúna Guðfinnsdóttir, 2.7.2007 kl. 19:35

7 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Vonandi nær hann sér fljótt, ég var að spjalla við hann á bikarleiknum um daginn.

Georg Eiður Arnarson, 2.7.2007 kl. 23:06

8 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Össs...

Brynja Hjaltadóttir, 3.7.2007 kl. 01:21

9 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hvað segirðu Grétar Pétur , var það bróðir þinn sem lenti í þessu !

Ég sendi góðar óskir og vonir um bata honum til handa.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.7.2007 kl. 02:43

10 Smámynd: Grétar Pétur Geirsson

Takk fyrir þetta elskurnar

Grétar Pétur Geirsson, 3.7.2007 kl. 09:52

11 identicon

já, leiðinlegt þetta.  vonum öll það besta  
elska þig pabbi
og by the way að þá er stinga af ekki skrifað með y heldur venjulegu

Dagný Pétursdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 23:24

12 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

hahahaha góð,ekki þorði ég að segja neitt

Guðríður Pétursdóttir, 8.7.2007 kl. 23:51

13 identicon

haha núnú
manni er nú kennt að sannleikurinn sé sagna bestur .
tja, í flestum tilfellum allavega

Dagný Pétursdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 15:38

14 Smámynd: Grétar Pétur Geirsson

Takk elsku Dagný mín. Já það er rétt hjá þér sannleikurinn er sagna bestur það vita þeir sem hafa fengið gott uppeldi ekki satt ?

Grétar Pétur Geirsson, 9.7.2007 kl. 21:59

15 identicon

rétt er það
heyrðu ekki finnst mér nú vanta húmorinn í þessa fjölskyldu okkar

Dagný Pétursdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 22:36

16 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Tja ekki fékk ég nú þetta svakalega fína sannleiks uppeldi en ég held að ég hafi fengið alveg súper uppeldi að öllu öðru leyti, hef ekki áhuga á að skipta mér af stafsetninga villum þeirra sem ég þekki ekki það vel

Guðríður Pétursdóttir, 9.7.2007 kl. 22:54

17 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Guðríður Pétursdóttir, 9.7.2007 kl. 23:03

18 identicon

Jújú, láttu það bara flakka. Flestir yrðu pottþétt ánægðir, enda alltaf gaman að læra eitthvað nýtt

Efast samt ekki um að pabbi hafi alveg vitað þetta, fór örugglega bara eitthvað framhjá honum

Dagný Pétursdóttir (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 13:14

19 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Þú ert ríkur maður Pétur að eiga þessar stelpur.  ps, hvað er að frétta af litla bróður ( er hann mikið slasaður)?

Georg Eiður Arnarson, 14.7.2007 kl. 23:29

20 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Klukk á þig.

Georg Eiður Arnarson, 15.7.2007 kl. 00:17

21 Smámynd: Halla Rut

Átti mótorhjól fyrir 100 árum síðan og var það alvanalegt að bílstjórar óku i veg fyrir mig jafnvel þótt augljóst væri að þeir sæju hjólið vel. Ökumönnum bifreiða finnst þeir eiga meiri rétt en bifhjól. Óskiljanlegt.

Halla Rut , 2.8.2007 kl. 02:40

22 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Jæja kallinn minn ferðu ekki að koma með NÝjA bloggfærslu innan tíðar.

VONANDI: EKKI SATT.

Eiríkur Harðarson, 2.8.2007 kl. 18:05

23 Smámynd: Grétar Pétur Geirsson

Jú Eiríkur það er eitthvað andleysi í gangi annars er búið að vera mikið að gera undanfarið en ég verð að svara kalli Georgs hann klukkaði mig ég get ekki skorast undan því

Grétar Pétur Geirsson, 2.8.2007 kl. 19:40

24 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Grétar.. Ég er sammála þér með vanvirðingu ökumanna í garð vélhjólamanna. Mínir tendasynir og önnur dóttirin eru á hjólum ogþau hafa verið að segja mér svona sögur. Ótrúlegt þar sem þetta ætti að vera öfugt. Þau eru svo óvarin að maður ósjálfrátt sýnir meiri aðgætni.

Átt þú þessar fyndnu stelpur sem eru að skrifa á síðuna þína? Vona svo sannarlega að bróðir þinn jafni sig sem fyrst og að ég sjái þig sem fyrst gleðigjafi.   Puss pa dig ( af því ég er að læra sænskuna -finn ekki a með hring yfir :) :) )

Kolbrún Stefánsdóttir, 8.8.2007 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband