Berum við ábyrgð gagnvart afkomu allra þjóðfélagsþegna ?

                                                 Já er svarið

Við stöndum frammi fyrir því að spyrja okkur þessara spurninga 12.maí .

Á okkar herðum liggur sú sameyginlega ábyrgð að allir geti notið sín á sínum forsendum. Þetta kann að hljóma svolítið klisjukennt  en er þetta ekki það sem við eigum að stefna að ? í einu ríkasta og fámennasta landi heims hér eru öll skilyrði til þess, nóg af peningum næg atvinna en samt er atvinnuþáttaga öryrkja með því minnsta sem þekkist innan Norðurlandanna

Eigum við ekki að gæta þeirra sem eiga undir högg að sækja ?.Ég er orðinn afskaplega þreyttur á því að heyra það að það þurfi að bæta kjör þess fólks sem minna meiga  sín  Það er ekki til fólk sem minna má sín heldur er til fólk sem á undir högg að sækja þetta er ekki það sama einfaldlega vegna þess að ef allir fá sín tækifæri út frá sinni getu og þrótti þá væri ástandið allt annað  Sú ríkistjórn sem nú hefur setið á annan áratug hefur komið þessum málum þannig fyrir að það fólk sem býr við örorku eru allar  bjargir bannaðar vegna þeirra skerðinga sem nú eru við lýði. Það er nefnilega þannig að allir geta gert eitthvað fái þeir tækifæri til þess.

Ég hef verið oft spurður að því hvað ríkið tapaði á því að hleypa öryrkjum út á vinnumarkaðinn. Svarið er einfalt ekki krónu útgjöld ríkisins munu ekkert aukast við það að öryrkjar færu út á vinnumarkaðinn   Þær mundu þvert á móti aukast bíddu nú hvernig er það hægt jú einfaldlega þannig að þær tekjur sem öryrkjar ynnu sér inn  skila sér að mestu í ríkisjóð aftur í formi skatta. Tekjuskatts virðisaukaskatts og stór hluti að hverjum keyptum bensínlítra fer í ríkisjóð þannig að  öryrkjar gætu við auknar tekjur ferðast meira enda erum við háðari bílum en aðrir þjóðfélagsþegnar Ég tala nú ekki um þunglyndislyfjanotkunin myndi stórlega minnka eins og ég hef sagt áður þá er þunglyndislyfjanotkun allra öryrkja á Íslandi 52%. Sem hlýtur að teljast óviðunandi en er bein afleyðing af núverandi kerfi  

Við erum ekkert öðruvísi en annað fólk þetta skilar sér allt í neyslu og betri líðan hvað er betra en að hafa eitthvað fyrir stafni  En við núverandi kerfi þá eru skilaboðin þannig að sá sem er öryrki í dag getur sig hvergi hreyft .Auðvitað eiga öryrkjar ekkert að sitja við annað borð þegar kemur að launum þess vegna hefur Frjálslyndi flokkurinn lagt það til að lágmarkslaun ekki bara bætur verði hækkuð verulega. Og að frítekjumarkið verði 150.000 á mánuði. 

Forsætisráðherrann Geir er alltaf að rukka menn um það hvernig þeir ætli að fjármagna þetta allt því vissulega er þetta dýrt.En það snýr miklu frekar að honum að svara því hvernig hann og hans ríkisstjórn ætlar að skila þeim peningum sem  sannarlega  hefur verið stolið af láglaunafólki þessa lands  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála þér Pétur, vonandi fellur þessi ríkisstjórn í vor. Ég held hinsvegar að ríkisstjórninn falli ekki nema ef Frjálslyndi Flokkurinn fái lámark 4 til 5  menn á þing. kv frá eyjum.

Georg Eiður Arnarson, 30.4.2007 kl. 22:28

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Grétar.

Þetta er spurning um frelsi í stað fjötra fátækrar þar sem í mörgum tilfellum fólki hefur verið ómögulegt að umbreyta stöðu sinni.

Sannarlega mál að linni.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.4.2007 kl. 22:57

3 Smámynd: Grétar Pétur Geirsson

Tek undir þetta. Það er rétt hjá Þér Georg Eiður að Frjálslyndi flokkurinn verður að koma vel út úr þessum kosningum ef ætlum að mynda stjórn þeirra flokka  sem nú eru í stjórnarandstöðu.Það er útilokað að V.G. og Samfylkingin nái að mynda tveggja flokka stjórn það er klárt að þeir þurfa á okkur að halda ekki fara þeir að draga framsókn undir sængina. Það væri argasta klám gagnvart kjósendum ef þeir hafna núverandi ríkistjórn. 

Grétar Pétur Geirsson, 1.5.2007 kl. 01:44

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

 Mikið er ég sammála þér Pétur, þetta kerfi er hrein þjóðarskömm!

Ég veit ekki hversu sammála ég er þér með Frjálslynda, en sammála að öllu öðru leiti.

Rúna Guðfinnsdóttir, 1.5.2007 kl. 18:40

5 Smámynd: Grétar Pétur Geirsson

Það er nú samt staðreynd að ef það á að fella núverandi stjórn þarf Frjálslyndi flokkurinn að fá átta til tíuprósenda fylgi.Ég held við hljótum að vera sammála um það  að  Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn eigi að fá frí eftir 12 ára stjórnarsetu. Ójöfnuðurinn blasir við öllum sem vilja það sjá,ójöfnuður er ekki lögmál heldur er það núverandi ríkisstjórn sem hefur skapað þennann ójöfnuð

Grétar Pétur Geirsson, 1.5.2007 kl. 21:54

6 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Já, það er sannlega kominn tími á þá þó fyrr hefði verið.  Vonandi sér fólk að sér og hleypir öðru og nýju fólki að.

Rúna Guðfinnsdóttir, 1.5.2007 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband