Er Davíð undir álagi

 

 

                                                     Fær 8% álag ofan á launin

 

það er sem sagt allt óbreytt ný stjórn með sömu áherslur og sú gamla þetta  fer ekki vel á stað.Það er klárt að þessi ofurdýrkun á bankakerfið og þá sem þar stjórna er komið út fyrir allt velsæmi.Nú fær Davíð launahækkun sem lætur nærri að vera hærri en öryrkjum og láglaunafólki er gert að lifa af á mánuði og Hannes og Pétur Blöndal hafa birt margar greinar um það hvernig laun lægstu hópana hafi hækkað og þeir hafa líka sagst sjálfir getað lifað af launum innann við 90,000.á mánuði.Þó svo að þeir hafi alldrei sýnt fram á það með beinum hætti

Nú væri gaman að heyra í þeim félögum til að segja okkur hinum hvernig Davið geti ekki lifað af rúmri miljón á mánuð og þurfi nauðsynlega á launahækkun að halda hann er nú með rúmlega eina og hálfa miljón á mánuði og ekki nóg með það hann er með 8% álag ofan á launin sem er 120,000 á mánuði. Á 75% öryrkji sem vinnur fulla vinnu og er þar að leiðandi bara með 25% vinnugetu að fá 75% álag ofan á launin?.

Svona aðgerðir gerir ekkert annað en að stofna þeim kjarasamningum sem senn renna út í óefni. Og það verði erfiðara fyrir atvinnurekendur að semja og reyna að telja fólki trú um það að hér þurfi að rýkja stöðuleiki og laun megi helst ekkert hækka þá fari hér allt í kalda kol.Er boðlegt í ljósi síðustu atburða að bera það endarlaust á borð fyrir þá sem borið hafa uppi þann stöðuleika sem hér hefur ríkt undanfarið að það sé alldrei svigrúm til að hækka lægstu laun þá fari verbólgan af stað. En það sé í lagi að hækka laun einstakra hátekjumanna innan ríkisins. Þetta tal er búið að tapa öllum trúveruleika 

   

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Sammála. Skorum á þá félagana að skýra þetta út á mannamáli fyrir pöpulinn.

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 11.6.2007 kl. 16:04

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þú verður að athuga það að starf þeirra í Seðlabankanum er mikið og ábyrgðarfullt. Að ég tali nú ekki um dýrar tannviðgerðir, en það er manninum ekki eðlislægt að naga tré, en þeir spæna upp heilu búntin af blýöntum og verður því mikill tannlæknakostnaður. Enn frekar og ekki síður neyðast þeir til að innbyrða mikið magn af áfengi og mat í nafni embættis síns. Eins og allir vita er það ekki hollt og getur skemmt heilsu fólks. Þ.a.l. fá þeir góða áhættuþóknun pr. mánuði. Af því að þeir eru meira eða minna undir áhrifum, verða þeir að hafa einkadræver sem fylgir þeim hvert á land sem er, þvær bílinn fyrir þá og fyllir af bensíni á okkar reikning. En..er það ekki sanngjarnt? Þetta verður til þess að þeir hreyfa sig ekkert og verður áhættan enn meiri.  Það er svo margt í þessu Pétur minn, að 1700000 krónur á mánuði fyrir Davíð (sem hefur nú verið heilsuveill) er ekki ofborgað fyrir svo hættulegt starf sem Forseti bankastjórna Seðlabanka Íslands er.

Rúna Guðfinnsdóttir, 11.6.2007 kl. 18:45

3 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

við skulum vona að ónefndur bankastjóri frétti ekki af þessu áliti þínu móðir góð

Guðríður Pétursdóttir, 11.6.2007 kl. 19:28

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þetta er skandall.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.6.2007 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband