Frjálslyndir eiga meira skilið

 

 

                                          Frjálslyndir ekki bara kvóti

 

Frjálslyndi flokkurinn hélt sitt þing í Stykkishólmi 13-14 mars. Þetta var mjög gott þing,góður andi og fólk tilbúið að bretta upp ermar og gera sitt besta fyrir þessar kosningar.Flokkurinn hefur liðið fyrir innanflokkságrenning núna allt of lengi.

En nú eru þeir farnir sem óánægðir voru og hafa reynt fyrir sér hjá sínum gömlu flokkum. Kristinn fór aftur í Framsókn og Jón í Sjálfstæðisflokinn og reyndu fyrir sér þar í prófkjóri. En þeim var báðum hafnað. Ekki var það fólk í Frjálslynda flokknum sem hafnaði þeim þar. Þannig að menn verða sjálfir svolítið að skoða sína pólitíska stöðu almennt.Tek það fram að ég er ekkert á móti þessum mönnum.Þeir eru ágætis vinir mínir

Eins og fólk veit þá hefur flokkurinn haldið uppi ábyrgri gagnrýni á núverandi kvótakerfi.Hvað hefur komið á daginn greinin er skuldsett sem aldrei fyrr og er í raun komin í þrot. Atvinnugreinin sem haldið hefur í okkur lífinu frá því að land byggðist. Frjálsa framsalið hefur gert það að verkum að  miklir peningar hafa verið teknir úr greininni.Margir hagfræðingar halda því fram að Þetta sé rótin af því ástandi sem nú ríkir hér á landi

En Frjálslyndi flokkurinn hefur ekki bara sjávarútvegsmál á sinni stefnuskrá.Hann hefur til að mynda lagt til að vextir verði lækkaðir í 5% á íbúðarlánum tímabúndið meðan vextir eru að lækka og mismunurinn á vöxtunum lagðir inn á svo kallaðan biðreikning.Síðan verði hann skoðaður þegar betur árar í þjóðfélaginu.Þá verði það metið hvað fólk geti hugsanlega borgað af því fjármagni sem safnast hefur á biðreikninginn.

Einnig leggur flokkurinn til að lífeyrisskerðingar vegna greiðslna frá tryggingastofnun verði minnkaðar verulega. Að fólk sem er á lægstu bótunum geti haft lífeyrisgreiðslu allt að 100.000 á mánuði án skerðinga bóta. Nú má fólk hafa 30.000 á mánuði án skerðinga bóta sem er allt of lítið

Nú allir vita um afstöðu flokksins til verðtryggingar á lánum.Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn og V.G. tekið undir sjónarmið flokksins og er komnir með það á sína stefnuskrá

Tryggjum flokknum áframhaldandi brautargengi á þingi þetta er flokkur sem stendur vörð um auðlindir landsins.

Kíktu inn á xf.is og skoðaðu stefnuskrá flokksins

 

 


"Frelsari er fæddur "

 

                   Trúarsamkoma ekki þing

 

Það var vægast sagt nöturlegt að horfa upp á 1.700 manns, sem margir hverjir eiga að vera í fararbroddi í komandi kosningum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, standa upp og klappa fyrir Davíð Oddssyni "frelsaranum" á landsfundi flokksins.

Þar hraunaði hann yfir allt og alla nema sjálfan sig. Enda maður sem aldrei gerir mistök,aldrei hefur rangt fyrir sér,hafinn yfir alla gagnrýni.Maður sem komin í guðatölu gerir aldrei neitt rangt er það?

En þá er það spurningin. Þjóð sem er búin að hafa svona mann í æðsta embætti þjóðarinnar í svo langann tíma sem líkir ser við "frelsarann", skuli ekki hafa getað komið í veg fyrir það hrun sem nú blasir við.

Geir Harde sá sig knúinn til að leiðrétta þetta.Þarna væri "frelsarinn" ekki á ferð,heldur hefði þetta verið Davíd Oddsson í dulgerfi.Og þurfti hann að leiðrétta nánast allt sem " frelsarinn" hafði sagt.Og þá vaknaði fólkið á þinginu og klappaði fyrir Geir fyrir að hafa leiðrétt þessi mistök.

 

 


Að gleðjast á góðri stundu

                                       Strákarnir okkar

Það hefur ekki farið fram hjá neinum sá góði árangur sem Íslendingar náðu á ólympíuleikunum í handbolta.Mótakan glæsileg þeim og okkur til sóma.En alltaf þurfa að koma upp óánægju raddir ekki allir á eitt sáttir við hvernig staðið var að heimkomunni, fólki fannst ekki við hæfi að ráðherrar og borgarstjóri væru svona áberandi í þessum hátíðarhöldum

Mín skoðun er sú að það er á svona stundum þegar íslendingar eru að vinna stórafrek á erlendri grundu og sem vekur heimsathygli að ráðamenn Íslands eiga að láta sjá sig.Hvað varðar ferðakostnað Þorgerðar Katrínar þá er ég sammála því að það hefði verið nóg að hún hefði farið ein.Kristján Arason hefur örugglega fjárhagslegt bolmagn til að greiða sinn miða sjálfur

Og að þurfa alltaf að fara með ráðuneytisstjóra með sér hvert sem farið er hlýtur að fara eftir eðli ferðarinnar, þarna var verið að fara að horfa á handboltaleik,ef þetta eru einhverjar reglur að ráðuneytisstjóri þurfi að fara með í allar ferðir þá þarf að breyta því, það getur ekki verið flókin aðgerð    

Árangur Íslands á ólympíleikunum er ekki bara stundargleði, þessi árangur getur haft gríðarlegt forvarnargildi fyrir æsku þessa lands, nú vilja allir fara og æfa handbolta og það er okkar foreldrana og forráðamanna handboltans á Íslandi að nota þennan meðbyr til að byggja upp hanboltann um ókomna tíð 

ÁFRAM ÍSLAND


Marsibil eða Óskar hér um bil

 

 

     

                          Heilindi Sjálfstæðismanna

 

Enn og aftur fer Framsóknarflokkurinn án fata í samstarf við Sjálfstæðismenn,þvert ofan í það sem þeir höfðu sagt eftir að slitnaði upp úr svo kölluðum Tjarnarkvarett.Þá komu menn fram og sögðust vera búnir að bindast órjúfanlegu bandalagi um að standa saman gegn þeim skrípaleik sem Sjálfstæðismenn frömdu nú í janúar.Hvar er Óskar nú ? jú kominn undir sæng hjá Hönnu Birnu.Þannig birtist nú öll heilindi Óskars í því bandalagi.

Að segja eitt og meina annað er orðin lenska í íslenskri pólitík.Fólki finnst orðið allt í lagi þó menn fari á bak orða sinna.En sá aðili sem stendur upp úr í þessum gjörningi er Masibil hún talar um það í fréttablaðinu í dag að hún hafi ekki treyst sér til að girða upp um Sjálfstæðismenn eftir þá rigulreið og óheilindi sem hér hefur ríkt nánast allt þetta kjörtímabil og ber Sjálfstæðisflokkurinn þar mesta ábyrgð.

Aumkunarvert var að hlusta á Illuga Gunnarsson lýsa því í kastljósi hvað hefðu verið mikil heilindi í samstarfinu við Ólaf. Ég ber virðingu fyrir Illuga hann hefur virkað nokkuð heill í sínum málflutningi en þarna féll í þá gryfju að verja klúðrið í borginni.

Nú erum við með fjóra borgarstjóra á launum og ekki allt búið enn.Það fólk sem ber ábyrgð á því ástandi sem rýkt hefur nú á þessu tímabili á að sjá sóma sinn í því að stíga til hliðar og hleypa nýju fólki að. Ég trúi því ekki að fólk komi til með að kjósa þetta fólk aftur.Þá er kominn tími til að losa sig við stærsta graftarkíli í Íslenskri pólitík sem sagt Framsóknarflokkinn    

 

  

 


Vandræðagangur H.S.Í.

 

                                

                       Dagur, Geir og Aron sögðu nei

 

Ég er mikill áhugamaður um handbolta eins og meginn þorri þjóðarinnar. Vinnubrögð stjórnar H.S.Í. virðast ekki hafa verið nógu markvissar þannig lýtur það út frá mínu sjónarmiði, það lá fyrir að Alfreð gæti ekki haldið áfram að þjálfa landsliðið með þeim hætti sem hann hefur gert  nánast fjarstýrt því frá Þýskalandi.

Þess vegna kemur mér það á óvart eftir að hafa lesið viðtal við Geir í Fréttablaðinu nú í  vikunni þess efnis að hann hefði verið tilbúinn til að aðstoða Alfreð með landsliðið því var hafnað af stjórn H.S.Í. Þeir sem sáu landsliðið spila nú í janúar urðu vitni að því að liðið spilaði langt undir getu og að undirbúningurinn virðist ekki hafa verið viðunandi.

Það að Dagur.Geir og Aron hafi allir sagt nei kemur mér á óvart þeir voru allir búnir að lýsa því yfir í fjölmiðlum að þeir væru tilbúnir að fara í viðræður við H.S.Í.það væri heiður að fá að þjálfa liðið.En þegar á hólminn var komið þá skorti þá kjark.Dagur vaknaði upp við það að hann væri í vinnu hjá Val og líkaði vel.Geir áttaði sig allt í einu á því að hann á fjölskyldu og þetta væri of tímafrekt.Og Aron virðist ekki hafa áttað sig á því að hann er þjálfari Hauka

Þessir menn hafa dregið H.S.Í og alla þá sem áhuga hafa á handbolta á asnaeyrunum í margar vikur það hefði verið betra að þeir hefðu sagt nei strax. Nú er staðan þannig að landsliðið er þjálfaralaust og allt í lausu lofti hjá liðinu sem telur sig eitt af þeim tíu bestu í heimi.  

En H.S.Í bera höfuðábyrgðina á því ástandi sem nú ríkir.Það er mitt mat að þeir aðilar sem nú sytja í stjórn hafi verið þar of lengi.Nú er komið að því að stokka þetta allt upp og fá nýja menn til að takast á við þau verkefni sem nú eru framundan .

'AFRAM 'ISLAND  


Hvenær fremur maður bankarán ?

 

 

                               Kaupréttarsamningar

 

Það var athyglisvert viðtalið við Vilhjálm Bjarnason í silfri Egils. Þar gerði hann að umtalsefni kaupréttarsamninga bankastarfsmanna hér og í Bandaríkjunum og kom í ljós að þessir samningar eru ekki sambærilegir. Í þeim samningum sem hér hafa viðgengist kemur í ljós að menn bera nánast enga ábyrgð á því sem kynni að gerast í bankanum þvert á móti er þessum mönnum færðar hundruð miljóna formi kaupréttarsamninga.

Í sambærilegum kauréttarsamningum í Bandaríkjunum kemur fram að bankinn þurfi að sýna arðsemi til að þessir samningar haldi en hér eru enginn ákvæði um eitt eða neitt hér þurfa menn ekki að standa skil á neinu. Hér eru gerðir samningar við menn á yfirgengi þannig að bankinn þarf að leysa þessa menn út með því að kaupa þá upp á yfirverði.

Bjarni Ármannsson var leystur frá störfum og keyptur út á genginu 29 þegar gengið var rúm 26 þannig að mismunurinn  hlýtur að lenda á hinum almenna hluthafa bankans.'Eg er ekkert viss um að hluthafar séu sáttir við þessi vinnubrögð. Það er ekki eins og Bjarni sé á heljarþröm hann er búin að taka út úr bankanum hundruð miljóna í  formi kaupréttarsamninga og í hlutabréfabraski þar sem hann hefur setið beggja meginn við borðið.

Ég fagna því að Vilhjálmur Bjarnason skuli stíga fram og láta á það reyna hvort það megi mismuna hinum almenna hluthafa með þessum hætti.Það kemur fram í 76.gr að þeir sem komi fram fyrir hönd félagsins megi ekki gera neinar þær ráðstafanir sem bersýnilega  eru fallnar til þess að afla ákveðnum hluthöfum eða öðum ótilhlýilegra hagsnmuna á kosnað hluthafa eða félagsins   

 

 


Afsögn Sigursteins kom á óvart

 

 

                                     

                                  Ö.B.Í á krossgötum

 

Það kom mér eins og fleirum mjög á óvart þegar ljóst var að Sigursteinn ásamt framkvæmdarstjóranum hefðu sagt upp störfum. Fyrir þá sem ekki þekkja er ÖBÍ regnhlífarsamtök 30 félaga og á hvert félag einn fulltrúa í stjórn bandalagsins.

Undirritaður hafði miklar væntingar til Sigursteins sem hann hefur fyllilega staðið undir.Hann boðaði ákveðnar breytingar stax í upphafi sem meðal annars lutu að því að fara ofan í saumana á  málefnum íbúa í Hátúni 10 sem sannarlega var ekki vanþörf á

En nú virðist þær ekki hafa fengið þann hljómgrunn sem hann sóttist eftir þó að hann hafi náð að breyta ýmsu til batnaðar fyrir íbúana. Það hafði til að mynda aldrei verið haldnir húsfundir með fólkinu og annað í þeim dúr.

En það eru önnur og mjög mikilvæg mál sem ÖBÍ er að vinna að sem varða hagsmuni öryrkja svo sem nýtt örorkumat sem mikil vinna hefur farið í og var Sigursteinn þar í fararbroti, stórátak í húsnæðismálum geðfatlaðra Einnig var nýbúið að skipa hann í nefnd sem á að endurskoða tryggingakerfið svo fátt eitt sé upptalið

Það er dapurlegt til þess að hugsa að það skuli ekki rýkja meiri einurð í stjórn ÖBÍ þar sem allir eiga að vera að vinna að sama markmiðinu. Einnig hlýtur maður að setja spurningarmerki við það hvort þeir fulltrúar sem kjörnir eru af aðildarfélögunum í stjórn bandalagsins hafi verið búnir að leggja þetta fyrir sína félagsmenn, þeir sækja jú sitt umboð til þeirra og eiga að endurspeigla þeirra afstöðu en ekki einungis þeirra eigin skoðun

 

 


Er Vilhjálmur rei ( ður )

 

 

 

                                  Menn bera ábyrgð

 

Fljótt skipast veður í lofti eftir tólf ára streð Sjálfstæðisflokksins við að ná völdum í borginni þá höndluðu þeir ekki hamingjuna nema í örfáa mánuði.Sundrung og ósamstaða var þess valdandi að Vilhjálmur missti það traust sem borgarstjóri þarf að hafa.Þó að ég finni til með Vilhjálmi þá er ég sáttur við þessa niðurstöðu fólk kallar eftir ábyrgð og hana verða menn að æxla það gerði hann ekki þess vegna átti hann að víkja.

Hvað Framsóknarflokinn varðar og hans hlut í þessu máli þá er það nú einu sinni þannig að Framsóknarflokknum er alveg sama hverjum hann sefur hjá bara ef hann hefur einhvern til að halda utan um.Hann geturt ekki sofið einn Vonandi nær nýr meirihluti að stilla saman strengi sína þó ég sé afar ósáttur við það að Margrét Sverrissdóttir sem ekkert hefur látið frá sér fara í þessu stóra máli skuli nú vera kominn í ábyrgðarstöðu innan borgarinnar.

Enda var hún að býða eftir því að þetta samstarf rynni út og að Sjálfstæðisflokkurinn mundi halla sér að henni.Það er með ólíkindum að aðili sem býður sig fram undir merkjum flokks geti gengið úr honum og hraunað yfir það fólk sem veitti henni brautargengi skuli vera nú í meirihlutasamstarfi án umboðs.Þessu þarf að breyta sá aðili sem yfirgefur flokk sem hann er kosinn af á að víkja og annar að koma í staðinn       


Þverpólitísk samtök

 

 

                                                 Nú er mælirinn fullur

 

 

Kaffifroðusnakkið á vinnustöðum landsins eru púðurskotin ein.Nú þarf fólk að rísa á afturlappirnar og láta í sér heyra og til sín taka. Nú dugar ekki lengur að hringja í útvarp Sögu eða Bylgjuna og láta gamminn geysa um allt það óréttlæti sem okkur finnst við vera beitt af misvitrum ráðamönnum. Það hefur margoft komið í ljós ekki bara í því máli sem nú rís hæst í þjóðfélaginu heldur er það staðreynd að um leið og menn eru komnir með umboð til valda og komnir í góða bólstraða stóla þá sækir að þeim svefn.

Samviskusvefninn tekur völd og þeir gleyma því hvaðan þeir sækja umboð sitt enda aðhaldið ekkert við látum allt yfir okkur ganga við bara geyspum og segjum þeir eru allir eins.En hverjum er það að kenna? okkur fólkinu í landinu við kjósum þessa menn í góðri trú um að nú muni allt fara á betri veg. En það hefur margoft sýnt sig að þannig er það ekki í raun. Þegar við kjósum flokka þá hljótum við að gera þá kröfu til þeirra að þeir gæti hagsmuna fjöldans en ekki bara fárra auðvaldsmanna sem eru nú að leggja undir sig auðlyndir landsins með aðstoð þeirra sem eiga að gæta hagsmuna okkar

Við almenningur í landinu berum þá ábyrgð að veita þessum aðilum eins mikið aðhald og okkur er kostur á milli kosninga ekki bara á kjördegi.Heldur öll þau fjögur ár sem þeir fara með völd.Um leið og okkur er misboðið eins og í því máli sem nú ber hæst þá verður að vera til þverpólitísk samtök sem láta málin til sin taka.Það er alveg sama í hvaða flokki fólk er okkur er  misboðið og við eigum að láta í okkur heyra

Það verður ekki gert að mínu mati  nema með stofnun þverpólitísks afls. Svona mál eins og nú er uppi snertir allt fólkið í landinu alveg sama í hvaða flokki það er. Þetta eru okkar eignir sem er verið að gambla með er okkur sama ?.Ef þeir sem fara með völdin verða uppvísir að því að vinna gegn eigendum auðlynda þessa lands sem er almenningur í landinu ( ég og þú ) þá verðum við að geta kallað til fólk sem sýnir það í raun að okkur er ekki sama.Við verðum að mæta og mótmæla þannig að menn komist ekki upp með svona vinnubrögð

 

 

     


Til hamingju Vestmanneyingar

                             

 

 Einn eitt nýtt skip í flota eyjamanna

 

Það var glæsilegt sjón að sjá þetta fallega nýja skip sigla inn höfnina í eyjum. Ég óska Magnúsi til hamingju með þetta skip sem er það þriðja sem hann kaupir á stuttum tíma ef ég man rétt. Þetta mun án nokkurs vafa koma flestum eyjamönnum vel.En það er ekki hægt að horfa fram hjá því  meðan hvótakerfið er þannig uppbyggt  sem raun ber vitni þá  getur Magnús sem eru fyrst og fremst  athafnarmaður með arðsemiskröfu að leiðarljósi sem er eðli viðskipta.Hann getur  haft það nokkuð í hendi sér hvort Vestmannaeyjar  yfir höfuð hafi atvinnu af fiskvinnslu .Það er ekkert sem kemur í veg fyrir það að hann geti farið með kvótann þegar honum sýnist svo.

Þetta er sá raunveruleiki sem pláss eins og Vestmannaeyjar búa við Atvinnulíf í eyjum er einhæft og það er í raun í höndum örfárra manna hvort mannlíf nái að þrífast þar með eðlilegum hætti Staðreyndin er sú að þessi mynd sem birtist okkur í sjónvarpinu hefði alveg eins getað verið tekinn þegar skipin væru að yfirgefa eyjarnar svo kaldhæðnislegt sem það kann að hljóma

Ég veit sem Vestmanneyingur þá er Magnús mikill eyjamaður og lætur sér annt um fólkið þar , meðan aðrir hafa verið að leggja heilu byggðarlögin í rúst þá hefur hann haldið tryggð við sitt heimafólk.En þetta breytir ekki þeirri staðreynd  á meðan þetta er ekki í höndum byggðarlagana  heldur einstakra manna sem sýsla með þessa auðlind að eiginn geðþótta  hangir þetta yfir eyjamönnum eins og öllum öðrum sjávarplássum  þessu þarf að breyta

Frjálslyndi flokkurinn er eini flokkurinn sem hefur reynt að benda á óréttlætið sem núverandi fiskveiðikerfi býr við. Og það er mín trú að á næstu fjórum árum á það eftir koma betur og betur í ljós að flokkurinn hefur haft rétt fyrir sér það bera síðustu aðgerðir glöggt vitni lokun á Flateyri afkomendur Alla ríka seldu kvótann.Fiskurinn í sjónum á að vera og er í raun lífæð sjávarplássa En núverandi kerfi er ekki byggt með hagsmuni fólksins í sjávarbyggðum landsins að leiðarljósi heldur örfárra einstaklinga sem getur aldrei gengið upp ef við ætlum á annað borð að halda byggð í landinu

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband