Hvað á ég að kjósa ?

         

Flokk með skýra stefnu                             

 

 

 Nú styttist í kosningar aðeins vika til stefnu og Frjálslyndi flokkurinn er með um 6% fylgi en betur má ef duga skal. Eftir að hafa tekið þátt í þessum kosningaslag sem senn lýkur og kynnst öllu því góða fólki sem er í Frjálslynda flokknum er ég  þess fullviss að flokkurinn á eftir að fá meira upp úr kjörkössunum en þessar tölur sína.

Þannig að ég hvet alla þá sem eru ekki búnir að ákveða sig að kynna sér stefnu flokksins á xf.is þá sjáið þið að þetta er ekki einna stefnu flokkur þvert á móti er hann með mjög mótaða stefnu í öllum málaflokkum. En það er alltaf verið að reyna að stilla honum upp sem flokki með lélega málefnastöðu. Hann er þvert á móti með mjög mótaða stefnu í öllum málaflokkum og er eini flokkurinn sem stendur á sínum skoðunum og er ekki alltaf að slá úr og í. Þetta er flokkur sem þorir að hafa skoðanir og það sem meira er að hann fylgir þeim eftir þannig að þeir sem kjósa Frjálslynda flokkinn 12 maí vita nákvæmlega hvað  þeir fá fyrir sitt atkvæði.

Flokkur sem berst gegn núverandi kvótakerfi, ( hvet alla til að horfa á kompás á morgun ) flokkur sem vill fylgjast með því hvernig tekið er  á móti því fólki sem hingað kemur og það sé upplýst um sín réttindi, einnig að við komum til með að ráða við þann aukna fjölda sem hingað kemur, flokkur sem er með góða stefnu í málefnum eldri borgarar og öryrkja, eini flokkurinn sem segir ákveðið að flugvöllurinn eigi að vera þar sem hann er.

Flokkur sem telur að börn eigi að njóta jafnréttis þegar kemur að íþróttum ,skólamáltíðum, tannheilsu læknisþjónustu óháð efnahag. Við teljum að þetta eigi að vera gjaldfrjálst hjá grunnskólabörnum landsins.Þetta er liður í forvörnum sem þessi ríkistjórn hefur látið sitja á hakanum þeir efnaminni hafa ekki efni á að fara með börn sín til tannlæknis,stunda íþróttir og annað í þeim dúr. Þannig að á þessu má sjá að þetta er flokkur með góða málefnastöðu.        

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Grétar.

Ég er hreykin af mínum flokki og þeim áherslum að aflétta skattbyrði tekjulægstu hópa samfélagsins sem er réttlætismál númer eitt , tvö og þrjú.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.5.2007 kl. 02:43

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Sé tekið mið af loforðum og fyrirheitum þá eru allir flokkar jafn góðir.Allir með innantóm loforð sem geymast munu 13. maí. Þá baða þeir sig í dýrðarljóma sem fá sæti á hinu háa Alþingi, keppast um að fá eitt af bestu sætunum og svo byrjar rútínan aftur.  Ekki má hækka launin (lægstu) þá kemur verðbólgan ógurlega. Ekki má auka þáttöku ríkis í tannlæknis eða öðrum heilbrgðisgeira því þá fer maður að misnota þá peninga. Hvernig? Ekki spyrja mig. En ef kemur að lækkun hátekjuskatts eða lækkun skatta á velstöndug fyrirtæki, þá er allt gert til þess og ekki stendur á því. Þá er engin þjóðarsátt í hættu.

Mér líst þó vel á innflytjendamál Frjálslyndra.

Rúna Guðfinnsdóttir, 7.5.2007 kl. 09:07

3 Smámynd: Grétar Pétur Geirsson

Þetta er að mörgu leiti rétt hjá þér Rúna ,en hafa ber í huga að það hefur alldrei reynt á loforð Frjálslynda flokksins.Hann hefur ekki verið í stjórn enn.Þannig til að geta sett hann undir sama hatt og hina verður að gefa honum tækifæri á sanna sig og láta reyna á þau mál sem hann setur fram. Þetta verður ekki gert nema að flokkurinn nái því markmiði sínu að fella þessa stjórn og mynda hér velferðarstjórn eftir kosningar,með stjórnar andstöðuflokkunum. Við þurfum bara að kjósa rétt 

Grétar Pétur Geirsson, 7.5.2007 kl. 14:41

4 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ég er alveg sammála því, við verðum að kjósa rétt og sjá hvað gerist eftir 12.mai.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 7.5.2007 kl. 23:14

5 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

XF.

Georg Eiður Arnarson, 7.5.2007 kl. 23:23

6 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Er að hugsa málið stíft. Aðhyllist frekar Vinstri Græna, þeir eru góðir. Sérstaklega Steingrímur. Hann er ofsalega klár og málefnalegur. Minn maður

Rúna Guðfinnsdóttir, 8.5.2007 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband