Happatalan

        

Mín er 8 ( % fylgi 12.maí ) 

Frá öndverðu hefur verið trú á happa og óhappatölur. Oft mun þó ein tala hafa reynst happatala einum en öðrum óhappatala, en hvað sem um það er , þá er hér gömul saga um töluna þrjá og aðrar tölur.Einu sinni voru tölustafirnir að tala saman. Hélt hver fram sínu ágæti en gerði hins vegar ekki mikið úr hinum.Sagðist þrír meðal annars vera stærri en einn og tveir hver fyrir sig og því gat enginn neitað með réttu.

 Þá reis núllið upp, en það hafði komið síðast í hópinn alla leið austan úr Indlandi, og sagði að enginn vafi væri á því að það væri merkilegasta talan. Stæði það aftan við tölu þá stækkaði það hana tífalt, en það gæti enginn önnur tala gert enda hefði aldrei komist lag á talnakerfið fyrr en það kom til sögunnar.Hinar tölurnar áttu erfitt með samanburð, og fór því núllið með sigur að hólmi og hefur síðan talið sig merkilegasta tölustafinn en hvort það er happtala er annað mál. Þessi saga lýsir svolítið þeim heilaþvætti sem þessi ríkisstjórn hefur beitt  þegar kemur að hækkunum til hinna tekjulágu.Það er þessi eylífa prósentuleikfimi og talnaleikur      

Því segi ég það að það er hálf einkennilegt að hlusta á stjórnmálamenn sem vilja láta taka sig alvarlega komast upp með það að bera það á borð fyrir þá sem vita betur og þekkja það á eigin skinni hvað er að lifa á strípuðum bótum, hvað þeir hafi hækkað hlutfallslega meira en aðrir tekjuhópar í þessu landi. Fyrir það fyrsta lifum við ekki á hlutföllum og ekki á því að meðaltekjur hafi hækkað í landinu og allra síst á prósentuhækkunum. Ég hef alltaf þurft að borga með peningum það sem ég hef keypt. Látum ekki þessa frasa villa okkur sýn það er komið tími á að þessi ríkistjórn standi frammi fyrir sýnum gjörðum og henni verðum við að senda skýr skilaboð 12 maí. 

Fólk er hætt að trúa henni ef ekki þá mundi það kallast meðvirkni sem er stórhættulegur sjúkdómur sem þarf að leita læknisaðstoðar við strax

Er fólk búið að gleyma því hvernig öryrkjar hafa þurft að standa í málaferlum við núverandi ríkisstjórn ekki einu sinni heldur oft á síðustu árum. Kjör öryrkja væru í dag mun minni en þau eru núna og eru þau nú nógu slæm fyrir, ef ríkistjórnin hefði haft betur í þessum málaferlum hvar á byggðu bóli hafa öryrkjar þurft að kljást með sama hætti við ríkistjórnir í sínu heimalandi eins og öryrkjar hér á landi.

Frjálslyndi flokkurinn er með skýra stefnu í þessum málaflokki sem byggist á krónutöluhækkun en ekki prósentuþvargi  hún verði  ekki minni en 150.000 án skatts á næsta kjörtímabili. Verum ábyrg  X við F . 12 maí         


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Veturinn (afsakið ég týndi ártalinu, en) byrjaði með óvenjulegum stillum og hlýindum. Upp úr áramótum gerði skyndilegt hríðaráhlaup með gaddfrosti slíku að engin dæmi eru um annað eins. Veðrið stóð í hálfan annan sólarhring og olli töluverðum usla. Bátar sukku í flestum höfnum og fjölmargir eru nánast eyðilagðir. Hálfur þriðji tugur fiskiskipa náði ekki landi og týndist í hafi. Með þeim fórust 187 menn. Í þessu sama veðri eyddust 11 smærri sjávarpláss vegna snjóflóða og sjávargangs. Týndi þar lífi hátt á níunda þúsund manns.

Skyndilega brá til óvenjulegra hlýinda og snjóa leysti hraðar en sögur herma dæmi um í allri sögu þjóðarinnar frá fyrstu heimildum. Hlýindakafli þessi, sem stóð í þrjá daga olli milljarðatjóni á þjóðvegakerfi landsins með því að flestar brýr tók af með öllu og mun taka tvö ár það minnsta að bæta þær skemmdir allar þó tíðarfar verði hagfellt. Í ofsaroki sem þessu fylgdi fórust nokkur fiskiskip og þrjár farþegaflugvélar. Týndu þar lífi hátt á fimmta hundrað manns. Veðrátta síðan eindæma stillt og hlý allt til sumars svo blóm uxu í görðum frá febrúarlokum og tré stóðu laufguð frá miðjum mars. Varpi mófugla lauk í apríllok sem er einsdæmi.

Ef frá er talinn áðurnefndur vikutími, tæpur þó, má segja að þessi vetur hafi Í heildina verið íslensku þjóðinni hagfelldur og mun hún nú án vafa mæta árstíðaskiptum sínum með meiri bjartsýni en áður.

Úr Hagskýrslum Íslands fyrir árið ????     

Árni Gunnarsson, 10.5.2007 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband