Fögur fyrirheit hver veit

                  

                           

                           Það kemur í ljós

  

Jæja nú er komin ný ríkisstjórn og ég óska henni velfarnaðar í starfi. Það sem mér finnst svona fljótt á litið og í reynd mjög skrýtið þá er ekkert minnst á Sjávarútveiginn í málefnasamningi þessara flokka nema að það á að viðhalda stöðuleika í greininni það á sem sagt ekkert að gera fyrir þær sjávarbyggðir sem eru í gjörgæslu kvótaeigenda.Flateyri er að blæða út og það verður í mesta lagi settur plástur á sárið Það segir mér það að flokkur eins og Frjálslyndir eini flokkurinn  sem hefur haldið þessari umræðu á lofti  verður að standa vaktina sem aldrei fyrr.

Mér finnst öll umræða um þessa atvinnugrein sem haldið hefur í okkur lífinu fram á þennan dag vera á undanhaldi ungt fólk sem nú er að vaxa úr grasi þekkir ekki þá sögu sem býr að baki og þeirri vinnu sem afar og ömmur þeirra lögðu á sig til að byggja upp þetta þjóðfélag sem við nú búum í.

Nei nú vilja allir vinna í banka og fyrirmyndin er Bjarni Ármannsson. Er það skrýtið nei þetta virðist svo einfalt að græða peninga þú leggur ekkert inn en tekur bara út eins og segir í laginu um Gleðibankann það er sem sagt hægt að græða sjö miljarða án þessa að leggja út eina krónu þetta er sú sýn sem ungt fólk hefur að leiðarljósi út í atvinnulífið til hvers að vera að slíta sig út á sjó þegar hægt er að vera í jakkafötum með bindi í banka og leika sér með peninga.

En það sem er jákvætt við þessa stjórn ef ég tala út frá hagsmunum öryrkja þá er loksins hennar tími kominn með öll sín gráu hár .Ég bind mjög miklar vonir við Jóhönnu hún hefur verið ötull talsmaður þeirra sem eiga undir högg að sækja. Nú er hún með alla ásana á hendi þannig að hún getur ekki tapað spilinu        

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Ólafsdóttir

Það er 2 1/2 setning um sjávarútvegsmál í stjórnarsáttmálanum, hefði ekki verið gott fyrir öryrkjana að fá alla miljarðana úr kvótasvindlinu smbr. Kompás til að bæta þeirra hag, í staðin fyrir að öryrkjar þurfa að sækja flest sin mál til dómstóla.

Ragnheiður Ólafsdóttir, 25.5.2007 kl. 15:30

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég er ekki Samfylkingarmanneskja, en ég hef líka eins og þú Pétur, trú á Jóhönnu. Svo langt sem ég man aftur og er ég þó eldri en tvæ vetur , þá er hún eini ráðherrann sem hefur afþakkað ráðherrajeppa/bíl. Ég veit reyndar ekki hvað hún gerir núna, en einu er ég þó spennt yfir. Hann Björgvin Sigurðsson kom á minn vinnustað og mér varð tíðrætt um óráðsíu í stjórnunarstörfum lands og þjóðar. Hann var spurður hvort hann mundi taka við ráðherrabíl ef hann yrði ráðherra, en hann neitaði því og sagðist myndi keyra sinn eigin bíl. Nú er að taka eftir.

Það er einungis fáránlegt að litlir íslenskir jakkafatamömmudrengir í stífuðum skyrtum með litlar hvítar hendur eins og austurlenskar prinsessur sem aldrei hafa difið hendi í heitt eða kalt vatn ,varla komnir með skeggrót, liggi orðið á milljarða sjóðum í bönkum víðsvegar um heim. En þetta hefur verið stefnan og verður vafalaust áfram..að gera þeim efnameiri skattbyrðina auðveldari.. að þeim verði auðveldara að safna meiri peningum..því það er aldrei of mikið til...

Rúna Guðfinnsdóttir, 25.5.2007 kl. 21:54

3 Smámynd: Grétar Pétur Geirsson

Rúna mín ég gæti ekki verið meira sammála þér. Mamma þín þekkir ekkert annað en fiskinn og hún veit að það er hann  sem hefur brauðfætt þig og þína fjölskyldu í gegnum tíðina. En hvar er nú atvinnu að finna á Stokkseyri í fiskiðnaði hvergi. Það sem áður var fristihús er núna lystahús

Grétar Pétur Geirsson, 25.5.2007 kl. 23:09

4 identicon

Sæll Grétar Pétur.

Það er ýmislegt sem ég hef við þessa grein þína að athuga.

 Þjóðfélagið er að breytast hratt og það hafa orðið  miklar tækninýjungar í atvinnulífinu ekki bara í útgerð og fiskvinnslu. Ekki viltu að við hverfum aftur til gamla tímans og vinnum fiskinn eins og gert var fyrir 100 árum. Þessar tækninýjungar hafa leitt af sér miklar breytingar. Ennig hafa kröfur þær sem kaupendur setja  orðið meiri, t.d. um rekjanleika hráefnis o.fl. Lítil pláss úti á landi hafa orðið útundan vegna þessara krafna um hraða og gæði, ekki vegna kvótakerfisins. Kvótinn var settur á til þess að koma í veg fyrir ofveiði á árunum í kringum 1983-84. Það eru margar ástæður fyrir því að ekki hefur tekist að byggja upp stofnana við landið. Eina sú stærsta er umhverfisleg og hefur ekkert með fiskveiðistjórnunarkerfið að  gera. Mengun hafsins er orðin afar alvarleg. Hverjir hafa svo mengað hafið mest. Það eru skipstjórarnir sem stunda brottkast. Þannig að segja má að þeir hafi verið sjálfum sér verstir. Svo er spurningin um það hvað eigi að ganga langt í því að halda byggð í landinu. Hvað ert þú  tilbúinn að borgar mikið í viðbótar-skatta til þess að fólk fáist til þess að búa á Kópaskeri ??  Hverjir eru svo kvótamennirnir í dag ? Það eru þeir menn sem "keyptu" kvótann af mönnum eins og Grétari Mar og fleirum sem sem seldu til þess að græða pening á kvótanum.

Eftir 50 ár verður talað um unga fólkið í dag sem  fólkið sem byggði upp Ísland og kom okkur á kort heimsins.

Að öðru.

Það er hægt að skoða tölur frá Hagstofunni  og sjá að frá lýðveldisstofnun hafa öryrkjar haft það best þegar sjálfstæðismenn eru við völd. Þá er best atvinnuástand í landinu og þess vegna hafa "allir" það best þegar full atvinna er í landinu. Þetta er lykilatriði í allri umræðu um kjör öryrkja. Ég vona að þetta smá spjall mitt hafi sannfært þig um ágæti sjálfstæðiflokksins þannig að þú viljir hafa hann ( þ.e.sjálfstæðisflokkinn ) sem lengst við völd. Ef ekki þá bið ég þig bara um að kynna þér málið sjálfur og þar sem þú ert enginn bjáni  munt  þú sannfærast, vegna þess að allar tölur um kjör öryrkja sýna þetta svart á hvítu.

kveðja,

Páll

Páll (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 14:22

5 Smámynd: Grétar Pétur Geirsson

Takk fyrir þetta Páll Hvort ég vilji hverfa aftur um hundrað ár þá er ég sammála þér í því að það vill ég ekki.Kvótkerfið er ekki alslæmt en það er mein gallað það var sýnt nú nýlega í Kopás þætti  það verður ekki hrakið  .Auðvitað þarf að stýra veiðum með einhverjum hætti  það eru allir sammála um það . En þar sem ég tel þig heldur engann bjána þá hlýtur þú að sjá það að geta selt veiðiheimildir eins og gert er í dag gengur ekki upp.Það sjá allir sem horfa á þetta kerfi í dag . Hvað varðar öryrkja og öll þau góðu verk sem þú telur Sjálfstæðisflokkinn hafa unnið okkur til handa. Þá minni ég nú á þau mörgu málaferli sem öryrkjar hafa þurft að fara í gegn þessum góða flokki. Ég frábyð mér að fara í einhvern prósentuleik einfaldlega vegna þess að ég lifi ekki á prósentum heldur peningum það veist þú jafn vel og ég Páll  

Kveðja G.P.G. 

Grétar Pétur Geirsson, 27.5.2007 kl. 21:38

6 identicon

Sæll aftur, Grétar Pétur

Ég vil að lokum í þessari umræðu benda þér á eitt mikilvægt atriði. Hvernig hefur öllum þessum málaferlum lyktað ? Niðurstaðan hefur ekki alltaf verið sú að einhver "réttur" hafi verið brotin á öryrkjum. Það er ekki til neins að vitna í að öryrkjar hafi þurft að sækja sinn rétt til dómstóla ef niðurstaðan er engin eða frekar léleg. Það segir mér meira um það að forystumenn öryrkja hafa verið fyrri ríkisstjórn andsnúnir, en nú skulum við sjá hvort þeir verði jafn duglegir að "sækja" rétt sinn til dómstóla, ef þeir telja að á rétt þeirra hafi verið gengið, þar sem ný ríkistjórn hefur tekið við völdum.

Páll

Páll (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 13:21

7 Smámynd: Grétar Pétur Geirsson

Sæll Páll

Hvernig getur þú fengið það út að réttur hafi ekki verið brotin á öryrkjum við hefðum að öðrum kosti ekki farið í mál það segir sig sjálft.Hvort niðurstaðan hafi verið góð eða ekki góð er matsatryði.En hún hefur verið okkur í hag. Ég er ekki talsmaður þess að öryrkjar séu yfir höfuð í málaferlum við ríkið það þarf að rýkja sátt við allar þær aðgerðir sem snúa að öryrkjum en það eru ekki bara við sem þurfum að átta okkur á því það þarf að virka í báðar áttir. Auðvitað munu forystumenn öryrkja halda áfram að standa vörð um okkar hagsmuni hvað annað 

Grétar Pétur Geirsson, 28.5.2007 kl. 22:15

8 Smámynd: Grétar Pétur Geirsson

Átti að sjálfsögðu að standa EKKI í málaferlum við ríkið   

Grétar Pétur Geirsson, 28.5.2007 kl. 22:48

9 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Grétar Pétur.

Samferða öryrkjum eru aldraðir og lágtekjufólk sem hafa mátt gjöra svo vel að axla þyngri skattbyrðar hér á landi frá því skattleysismörk voru fryst á sínum tíma.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.5.2007 kl. 01:06

10 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Maður heyrir á öldruðum og öryrkjum að miklar vonir eru bundnar við Jóhönnu.Ef hún stendur ekki undir væntingum þá vei henni og hennar pólitík

Ólafur Ragnarsson, 30.5.2007 kl. 21:42

11 Smámynd: Grétar Pétur Geirsson

Rétt Ólafur hún hefur haft uppi stór orð undanfarin ár um það sem betur má fara í málefnum láglaunafólks öryrkja og aldraðra. Nú er hún í aðstöðu til að standa við stóru orðin nóg virðist vera til af peningum þannig að það á ekki að standa í veginum fyrir umbótum 

Grétar Pétur Geirsson, 30.5.2007 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband