Eyjamenn hvað er í gangi ?

                              

                                  Kvennaboltinn í eyjum      

 

 

 

 

Það er dapurlegar fréttir sem nú berast frá eyjum nú er búið að draga kvennaliðið í handbolta út úr Íslandsmótinu. Áður var búið að draga knattspyrnuliðið út úr keppni.Ég hef fyllst með yngri flokkum kvenna í knattspyrnu nú í tólf ár þar sem ég á stelpur sem leika knattspyrnu með K.R liðinu sem allir elska. 

 
Á öllum mótum  var  Í.B.V. með eitt að bestu liðunum í yngri flokkunum, fyrir svona þrem fjórum árum síðan .Ég hlýt að spyrja hvað hefur farið úrskeiðis því framtíð kvennafótboltans var björt þið vorum með þrjú og fjögur lið í hverjum flokki þekktist hvergi nema kannski hjá Breiðabliki. 

Hvað handboltann varðar þá hef ég verið á móti þessari stefnu sem eyjamenn hafa haft uppi nú allra síðustu ár. Þessar örfáu stelpur sem voru að koma upp úr yngriflokkunum fengu engan séns.Því það var alltaf verið að spenna bogann hátt og vinna sem flest verlaun það er göfugt en það gengur aldrei til lengdar að byggja alla íþróttastarfsemina á  “útlendingum” þá er ekki að neinu að keppa fyrir þær stelpur sem eru að koma upp.

 
Enda kom  það í ljós sem hefði átt að blasa við öllum að þetta er fjárhagslega ekki hægt til lengdar. Eyjamenn förum að byggja upp öflugt yngriflokkastarf  og höldum vel utan um stelpurnar þá munu þær sýna það að enn er kraftur í eyjalýsinu

 ÁFRAM   Í.B.V.      

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég er engin boltafrík en svo sannarlega er ég sammála þér núna gamli minn. Það er sorglegt hvað kvennaboltinn á erfitt uppdráttar hér á landi.

Rúna Guðfinnsdóttir, 30.5.2007 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband